Náttúrustofa Suðvesturlands
  • Um stofuna
    • Starfsfólk
    • Stjórn
  • Verkefni
    • Framandi sjávarlífverur við Ísland
    • MNIS
    • Grjótkrabbi við Ísland
    • SEATRACK
    • Vöktun bjargfugla á Reykjanesskaga
    • Rjúpnavoktun
    • Fiðrildavöktun
    • Vöktun á saurkólígerlamengun á Suðurnesjum
    • Kortlagning fjara á Reykjanesskaga
    • Árstíðabreytingar á ífánu algengra vistgerða í fjöru
    • Fuglaflensa og heilbrigði fugla á Íslandi
    • Búsvæða- og fæðuval fjörufugla
    • Flokkunarfræðileg staða undirtegunda meðal íslenskra fugla
    • Vistfræði máfa
    • Súlur
    • Farhætti íslenskra kjóa
    • Rannsóknir á varpi æðarfugls
    • Kyngreining og kynjahlutföll sendlinga
    • Fuglastígur á Reykjanesskaga
    • Eldfjallagarður á Reykjanesskaga
    • Þjóðgarðar í sjó
  • Útgáfa
  • Tenglar
  • English
  • Fréttir

Nýútkomin grein um sjö tegundir framandi möttuldýra við Ísland

5/11/2020

0 Comments

 
Picture
Grein um sjö nýjar framandi tegundir möttuldýra (e. ascidians) við Ísland er nú komin út í tímaritinu BioInvasions Records. Fimm af þessum sjö tegundum fundust í vöktunarverkefni  Náttúrustofu Suðvesturland á höfnum hér við land sem staðið hefur yfir sl. tvö ár.

Niðurstöðurnar varpar ljósi á stöðuna í dag. Enn sem komið er virðast allar tegundirnar bundnar við SV-land og eru misútbreiddar þar. Þess ber að geta að allar tegundirnar eru þekktar ágengar tegundir sem hafa valdið skaða víða um heim.


Áhugasamir geta nálgast greinina með því að smella á myndina hér til hliðar.

Picture
Verkefnið var að hluta styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja sem gerði þessa rannsókn mögulega. Þökkum Uppbygginarsjóðnum kærlega fyrir stuðninginn.
Picture
0 Comments

Grjótkrabbi í blaði dagsins

5/5/2020

0 Comments

 
Í Morgunblaðinu í dag birtist viðtal um rannsóknir Náttúrustofu Suðvesturlands,  Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum og samstarfsaðila á grjótkrabba við Ísland og um nýlega grein þeirra sem birtist í vísindariti ICES Journal of Marine Science.
Picture
0 Comments

Af framandi tegundum: Umfjöllun um Náttúrustofuna í blaði dagsins

5/4/2020

0 Comments

 
Í Morgunblaðinu í dag birtist umfjöllun um rannsóknir Náttúrustofu Suðvesturlands og samstarfsaðila á framandi tegundum í sjó við Ísland. Rætt er við Sindra Gíslason um nýjar tegundir möttuldýra sem fundist hafa við landið á undanförnum árum og mikilvægi vöktunar og rannsókna í þessum fræðum.
Picture
0 Comments

Grein um grjótkrabba birtist í vísindariti ICES JMS

5/2/2020

0 Comments

 
Greinin Population dynamics of three brachyuran crab species (Decapoda) in Icelandic waters: impact of recent colonization of the Atlantic rock crab (Cancer irroratus) er nú komin út í hinu virta vísindariti ICES Journal of Marine Science.  Náttúrustofa Suðvesturlands, Háskóli  Íslands og Hafrannsóknastofnun unnu að greininni.      

Rannsóknir spannar þróun landnáms grjótkrabba hér við land sl. 13 ár, eða allt frá því krabbinn fannst fyrst hér við land. Töluverðar breytingar hafa orðið á þeim árum sem vöktunin spannar en fágætt er á heimsvísu að náðst hafi að rannsaka og fylgja landnámi framandi tegundar í sjó svo náið frá upphafi, er því um einstakt og verðmætt rannsóknarverkefni að ræða og mikilvægt að vöktunin haldi áfram.   

Picture
Picture
Grjótkrabbinn fannst, eins og kunnugt er orðið, fyrst í Hvalfirði árið 2006. Útbreiðsla hans um grunnsævi Íslands hefur verið með eindæmum hröð og spannar hún nú yfir 70% af strandlengjunni, frá Faxaflóa réttsælis umhverfis landið allt austur á firði. Vöktun krabbans á föstum sniðum í Faxaflóa hefur sýnt stöðuga aukningu hans í aflahlutdeild, á kostnað bogkrabba og trjónukrabba, en aukningin var t.d. komin upp í 95% í Hvalfirði árið 2019.

Greinin er aðgengileg með því að smella á myndina hér að neðan:


Picture
0 Comments

Fiðrildavöktun 2020 hafin

4/30/2020

0 Comments

 
Fiðrildaveiðar eru nú hafnar hjá okkur á Suðurnesjum þetta árið og munu standa yfir næstu 32 vikurnar. Náttúrustofan hefur frá árinu 2016 staðið árlega að vöktun fiðrilda í Norðurkoti. Vöktun fiðrilda hófst fyrst hér á landi árið 1995 fyrir tilstilli Náttúrufræðistofnunar Íslands. Náttúrustofur landshlutanna, hafa hver af annarri gerst þátttakendur í verkefninu í náinni samvinnu við Náttúrufræðistofnun með samstilltum aðgerðum.

Þess má geta að frá upphafi verkefnisins hafa alls fundist 40 tegundir fiðrilda og 4 tegundir vorflugna í Norðurkoti, en nánar má lesa um það í ársskýrslu stofunnar 2019.

Picture
Joana við uppsetningu fiðrildagildrunnar 2020.
0 Comments

Fuglar og fuglaskoðun á Reykjanesskaga

4/29/2020

0 Comments

 
Sumarið er gengið í garð og sá tími árs þegar farfuglarnir flykkjast til landsins. Reykjanesið er upplagt til fuglaskoðunar og þar er aðgengi að flestum skoðunarstöðum gott. Til fuglaskoðunar þarf lítið annað en góð föt, nesti og góðan kíki. Sjónauki á fæti og myndavél með góðri aðdráttarlinsu gera leikinn auðveldari. Við viljum benda fjölskyldum og öllum almennum náttúruunnendum að njóta útiverunnar í sumar og skoða fugla.
Picture
Kría með sandsíli
Til að einfalda leikinn er hér meðfylgjandi eru kort (á íslensku og ensku) sem sýna helstu fuglaskoðunarstaði á Reykjanesskaga, hvar sjaldgæfari tegundir er að finna og upplýsingar um aðgengi að skoðunarstöðum. Jafnframt fylgir skýrslan Fuglastígur á Reykjanesskaga sem fjallar um fuglalíf og fuglaskoðunarstaði.

Nóg er að smella á myndirnar hér að neðan til að nálgast skrárnar.

Picture
Picture
Picture

Við biðjum fólk um að virða náttúruna og gæta að eftirfarandi umgengnisreglum:
• Gættu þess að trufla fuglana sem minnst.
• Ekki snerta egg eða fjarlægja þau úr hreiðrum.
• Ekki snerta eða taka upp unga.
• Ekki brjóta jarðmyndanir eða raska þeim á annan hátt.
• Hlífðu gróðri sem allra mest.
• Ekki henda neinu sem þú berð með þér, losaðu þig við sorp í sorpílát.
• Engin salerni eru á gönguleiðunum á Reykjanesi. Nýttu þau sem eru nálægt upphafsstað göngunnar en ef þú kemst ekki hjá því að sinna kallinu skal það gert af tillitssemi við aðra gesti.
• Hvergi er drykkjarvatn að finna. Sýndu fyrirhyggju.
• Ekki ferðast einn á fjöllum. Láttu vita af ferðum þínum áður, en lagt er af stað.
• Hafðu með þér hlífðarfatnað. Góðir gönguskór eru mikilvægir í fjallgöngu.

Picture
0 Comments

Rjúpnavöktun

4/28/2020

0 Comments

 
Nú fara fram vortalningar á körrum um land allt. Þessi árstími hentar einkar vel því á vorin eru karrar mjög áberandi, tylla sér á háa staði, hreykja sér hátt og verja sín óðul. Út frá þessum talningum er stofnvísitala rjúpnastofnsins metin. Árlega eru gengin ákveðin snið á varpsvæðum rjúpunnar og þannig er hægt að meta breytileika milli ára í stofnvistfræði hennar.
Í dag fóru starfsmenn Náttúrustofunnar og Þekkingarsetursins í talningar á Reykjanesi venju samkvæmt. Að verkefninu koma fjölmargir aðilar á landsvísu en um samvinnuverkefni er að ræða og hefur Náttúrufræðistofnun Íslands yfirumsjón með verkefninu

0 Comments

Árskýrslan er komin út

4/27/2020

0 Comments

 
Ársskýrsla Náttúrustofu Suðvesturlands 2019 er nú komin út. Í skýrslunni gefur að líta fjölbreytta starfsemi stofunnar á liðnu ári. Áhugasamir geta nálgast skýrsluna með því að smella á myndina hér að neðan.
Picture
0 Comments

Ársfundur ICES um framandi tegundir

3/17/2020

0 Comments

 
Ársfundur ráðgjafanefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins um flutning og landnám framandi tegunda (ICES WGITMO) var haldinn í byrjun marsmánaðar á Hafrannsóknastofnun Póllands í borginni Gdynia. Fundurinn gekk vel þrátt fyrir miklar varúðarráðstafanir sökum Covid-19. Til allrar hamingju voru fundargestir heilir heilsu og snéru jafn heilsuhraustir til síns heima.

Sérfræðinganefnd ITMO fór yfir stöðu mála í heiminum og þau samstarfsverkefni sem unnin eru hópsins.
Áhersla var lögð á mikilvægi hertrar löggjafar og fræðslu í baráttunni við útbreiðslu framandi tegunda. Sindri kynnti stöðu mála á Íslandi og þau rannsóknverkefni sem unnið er að á Íslandi.

Þrátt fyrir að margt hafi áunnist er ljóst að mikið verk er enn fyrir höndum á heimsvísu. Flutningur framandi tegunda er eitt af stærstu umhverfisvandamálum heimsins í dag og skeytingaleysi gagnvart vandamálinu er enn of almennt.

Íslendingar voru fyrirferðamiklir þessa vikuna á Hafrannsóknastofnuninni því auk Sindra Gíslasonar forstöðumanns Náttúrustofu Suðvesturlands kom sendinefnd skipuð forseta Íslands, menntamálaráðherra og rektor Háskóla Íslands í heimsókn á sama tíma í sinni opinberu heimsókn við undirritun samstarfsamnings milli Háskóla Íslands og Háskólans í Gdansk.
0 Comments

Fiskifréttir

1/30/2020

0 Comments

 
Grein í nýjasta tölublaði Fiskifrétta um glærmöttul, vöktun Náttúrustofu Suðuvesturlands á tegundinni hér við land og farið yfir niðurstöður nýútkominnar greinar stofunnar og samstarfsaðila í Regional Studies in Marine Science.
Picture
Fréttina má nú nálgast í heild hér á vef: Fiskifrétta
0 Comments
<<Previous
Forward>>

    Náttúrustofa Suðvesturlands

    Fréttir af daglegri starfsemi stofunnar

    Archives

    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    August 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    January 2020
    December 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    May 2019
    March 2019
    December 2018
    November 2018
    July 2018
    May 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    November 2017
    July 2017

    Categories

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Um stofuna
    • Starfsfólk
    • Stjórn
  • Verkefni
    • Framandi sjávarlífverur við Ísland
    • MNIS
    • Grjótkrabbi við Ísland
    • SEATRACK
    • Vöktun bjargfugla á Reykjanesskaga
    • Rjúpnavoktun
    • Fiðrildavöktun
    • Vöktun á saurkólígerlamengun á Suðurnesjum
    • Kortlagning fjara á Reykjanesskaga
    • Árstíðabreytingar á ífánu algengra vistgerða í fjöru
    • Fuglaflensa og heilbrigði fugla á Íslandi
    • Búsvæða- og fæðuval fjörufugla
    • Flokkunarfræðileg staða undirtegunda meðal íslenskra fugla
    • Vistfræði máfa
    • Súlur
    • Farhætti íslenskra kjóa
    • Rannsóknir á varpi æðarfugls
    • Kyngreining og kynjahlutföll sendlinga
    • Fuglastígur á Reykjanesskaga
    • Eldfjallagarður á Reykjanesskaga
    • Þjóðgarðar í sjó
  • Útgáfa
  • Tenglar
  • English
  • Fréttir