Þann 29. desember 2024 var farinn rannsóknarleiðangur í Eldey. Leiðangurinn var skipaður starfsfólki frá Náttúrustofu Suðvesturlands, Veðurstofu Íslands, Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun. Markmið leiðangursins var margþætt og fólst m.a. í að safna frekari upplýsingum um plastmengun, fugladauða og gliðnun eyjunnar sem og athuga með jarðskjálfavöktunarbúnað sem settur var upp af Veðurstofunni í fyrra. Leiðangurinn gekk vel fyrir sig og leiðangursfólk fékk hið sæmilegasta veður, bjartviðri stinningsgolu og -8°C. Þökkum við Landhelgisgæslunni kærlega fyrir að koma okkur heilum og höldnum til og frá eyjunni.
0 Comments
|
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
April 2025
Categories |