Átjánda vöktunarár grjótkrabba í Faxaflóa er nú hafið. Náttúrustofan og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum halda utan um vöktunina. Byggist vöktunin á gildruveiðum fullorðinna krabba og eins á svifsýnatökum með háfum til að fylgjast með fjölda lirfa í uppsjó. Ljóst er á gildruveiðum að grjótkrabbinn er hvergi að gefa eftir og er sem fyrr ráðandi í afla, með 97% aflahlutdeild. Hér að neðan má sjá myndir úr fyrsta leiðangri þessa vöktunarárs.
0 Comments
Um liðna helgi var farið í merkingarleiðangur á vegum Seatrack verkefnisins í Melrakkaey á Breiðafirði. Melrakkey er friðlýst smáeyja út af Grundarfirði og nýtur verndar út af fuglalífi sínu, þ.e. sem einstakt varpland hvítmáfs og svartbaks. Óheimilt er að fara í eyna án leyfis Umhverfisstofnunar og er eyjan jafnframt innan verndarsvæðis Breiðafjarðar sem verndað er með sér lögum. Markmið leiðangursins var að setja út staðsetningartæki á hvítmáfa og toppskarfa. En fylgst hefur verið með tegundunum frá 2015 í eyjunni þegar Náttúrustofan hóf þar fyrst rannsóknir á vegum Seatrack. Í ár voru settir út 16 staðsetningartæki á toppskarfa af þremur mismunandi gerðum og GPS senditæki á fimm hvítmáfa. Leiðangurinn gekk með eindæmum vel og náðist að setja út öll tækin. Um ákveðin tímamót var líka að ræða þar sem þetta var í fyrsta skipti sem GPS senditæki eru sett á máfa hér á landi. Fram að þessu hafa dægurritar (e. geolocator) alfarið verið notaðir, en þeir eru mun ónákvæmari. Því verður nú í fyrsta skipti hægt að fylgjast með hegðun og fari þeirra máfategunda sem merktar verða árið um kring með mun meiri nákvæmni en áður hefur verið mögulegt. Leiðangurinn skipuðu þau Sunna Björk Ragnarsdóttir (Náttúrufræðistofnun), Gunnar Þór Hallgrímsson (Háskóli Íslands) og Sindri Gíslason (Náttúrustofa Suðvesturlands) Verkefnið er í dag unnið í góðu samstarfi þessara þriggja stofnanna, en til gamans má nefna að bæði Sunna og Gunnar eru fyrrum starfsmenn Náttúrustofunnar og voru það þegar verkefnið var sett á laggirnar.. Nánar má lesa um Seatrack verkefnið HÉR. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
October 2024
Categories |