Á dögunum kom út grein um stöðu strandsvæðarannsókna á norðurslóðum í vísindaritinu Trend in Ecology & Evolution. Joana Micael sérfræðingur á Náttúrustofunni er meðal greinarhöfunda, en greinin er afurð alþjóðlegs vinnuhóps Arc-Bon (Arctic Coastal Biodiversity Observation Network) sem Náttúrustofa Suðvesturlands er stofnaðili að.
Lausleg þýðing ágrips: "Líffræðileg fjölbreytni við strendur norðurskautsins stendur frammi fyrir vaxandi ógnum af starfsemi manna og loftslagsbreytinga. Áhrifin á líffræðilegan fjölbreytileika eru enn illa þekkt, sem hindrar aðgerðir sem miða að því að draga úr áhrifum á norðuskautinu. Norðurskautið nær yfir meira en fimmtung af strandlengjum heimsins og líffræðilegur fjölbreytileiki strandsvæða þar verður í auknum mæli fyrir áberandi áhrifum loftslagsbreytinga og annarra áhrifa af mannavöldum. Í greininni eru kynntar niðurstöður úttektar sem nýtast munu til að bregðast við núverandi þekkingareyðum vegna áhrifa af mannalegri starfsemi. Á það við um allt frá auknum siglingum og nýtingu af öllu tagi - til afleiðinga loftslagsbreytinga s.s. hækkandi hitastig í ferskvatni, bráðnun jökla og leysingavatn. Spár um vistfræðilegar breytingar, dreifingu tegunda og áhrif af mannavöldum á strandsvæði á norðurslóðum eru takmarkaðar vegna skorts á gögnum um líffræðilegan fjölbreytileika og skorts á langtímavöktunarverkefnum. Til að fylla í núverandi þekkingareyður þarf samræmt alþjóðlegt átak og staðlaðar tilraunir þvert á hin fjölbreyttu vistkerfi sem einkenna norðurslóðir. Með því móti verður unnt að skilja ytri áhrif á vistfræðileg ferli og gera spár um líffræðilegan fjölbreytileika á norðurslóðum á norðurslóðum sem aðlögunar- og mótvægisaðferðir geta byggt á." Greinina má nálgast með því að smella á myndina.
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
April 2025
Categories |