Náttúrustofa Suðvesturlands
  • Um stofuna
    • Starfsfólk
    • Stjórn
  • Verkefni
    • Framandi sjávarlífverur við Ísland
    • MNIS
    • Grjótkrabbi við Ísland
    • SEATRACK
    • Vöktun bjargfugla á Reykjanesskaga
    • Rjúpnavoktun
    • Fiðrildavöktun
    • Vöktun á saurkólígerlamengun á Suðurnesjum
    • Kortlagning fjara á Reykjanesskaga
    • Árstíðabreytingar á ífánu algengra vistgerða í fjöru
    • Fuglaflensa og heilbrigði fugla á Íslandi
    • Búsvæða- og fæðuval fjörufugla
    • Flokkunarfræðileg staða undirtegunda meðal íslenskra fugla
    • Vistfræði máfa
    • Súlur
    • Farhætti íslenskra kjóa
    • Rannsóknir á varpi æðarfugls
    • Kyngreining og kynjahlutföll sendlinga
    • Fuglastígur á Reykjanesskaga
    • Eldfjallagarður á Reykjanesskaga
    • Þjóðgarðar í sjó
  • Útgáfa
  • Tenglar
  • English
  • Fréttir

Fiskifréttir

1/5/2021

0 Comments

 
Í nýjasta tölublaði Fiskifrétta er fjallað um hina þekktu framandi tegund Didemnum vexillum, Tegundin nam nýlega land við strendur Noregs og er uggur í sérfræðingum þar með framtíðarhorfur því tegundin er skæð. Í greininni er rætt er við Steinunni Hilmu Ólafsdóttur sérfræðing á botnlífríkissviði Hafrannsóknastofnunar og Sindra Gíslason forstöðumann Náttúrustofu Suðvesturlands.

Vefútgáfu greinarinnar má nálgast hér.

Picture
0 Comments

Nýútkomin grein um klapparló

12/16/2020

0 Comments

 
Í desemberhefti Nordic Journal of Botany er fjallað um athugun okkar á  grænþörungnum klapparló (Rhizoclonium riparium). Klapparló er svokölluð dulkynjuð tegund (e. cryptogenic species), þar sem uppruni hennar er með öllu ókunnur. Tegundin finnst víða umhverfis Ísland en er þekkt framandi ágeng tegund víða um heim.

Í þessari grein skýrum við frá miklum þéttleika tegundiarinnar í Reyðarfirði þar sem hún sýnir skýr merki um ágengni þar sem hún þekur allt yfirborð staðbundið. Þess er vert að geta að ágengni tegundarinnar hér við land hefur ekki verið lýst áður.

Greinina má finna hér.

Picture
0 Comments

Grjótkrabbinn í 10 ára afmælisþætti Landans

10/5/2020

0 Comments

 
Í 10 ára afmælisþætti Landans þann 4.október 2020 var rætt við Sindra Gíslason og Halldór Pálmar Halldórsson, akkúrat 10 árum eftir fyrsta innslag þeirra í þáttinn. Innslagið byrjar á  10. mín.
Picture
0 Comments

Ný grein: Mikilvægi gúanós fyrir Inkaveldið

8/31/2020

0 Comments

 
Ánægjulegt að segja frá því að Dr. Joana Micael starfsmaður Náttúrustofunnar er annar tveggja höfunda nýrrar greinar sem birtist í nýjasta hefti vísindaritsins IBIS. En hún og Dr. Pedro Rodrigues eiginmaður hennar segja þar frá mikilvægi gúanós (lífrænt set myndað úr saur sjófugla) í stækkun og velmegun Inkaveldisins. Greinin hefur vakið gríðarmikla athygli og hefur m.a. verið fjallað um hana í Forbes.

Meðfylgjandi er ágrip greinarinnar á íslensku en áhugasömum er bent á að lesa greinina í heild, en hana má nálgast HÉR.

"Inka heimsveldið var stærsta forna siðmenningin í Suður-Ameríku, náði það yfir hátt í 4000 km af fjölbreyttu landsvæði sem náði frá Kyrrahafsströndinni til Andesfjalla, og yfir mestalla eyðimörkin þar á milli. Rannsóknin sýnir mikilvægi gúanó fugla (Leucocarbo bougainvillii, Pelecanus thagus og Sula variegata) fyrir stækkun og velmegun Inkaveldisins. Notkun gúanós sem áburðar var grundvöllur þess að viðhalda landbúnaðarþróun heimsveldisins og hefur því jafnframt verið haldið fram að gúanóið hafi verið grunnurinn að örum vexti veldisins. Aðgangur að gúanói á strandeyjum, sem síðan var flutt hátt upp til fjalla á meginlandinu, veitti meira en 8 milljónum íbúa fæðuöryggi. Mikilvægi gúanó fugla Inkaveldisins leiddi til þróunar stjórnunaráætlana, byggðum á hegningarlögum, sem miðuðu að því að varðveita þessar fuglategundir og náttúruleg búsvæði þeirra. Þessar verndaraðgerðir eru mögulega alfyrstu verndarráðstafanir í mannkynsögunni sem byggðar eru á mikilvægi tegunda fyrir athafnir manna og lífsviðurværi."

Picture
0 Comments

Vettvangsnámskeið líffræðinema við HÍ

8/30/2020

0 Comments

 
Starfsmenn Náttúrustofunnar og Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum fóru á dögunum með nemendur á þriðja ári í líffræði við Háskóla Íslands í sýnatökur á Sundin við Reykjavík. Sjóferðin er hluti af fjölbreyttu og umfangsmiklu vettvangsnámskeiði í vistfræði. Þetta er fjórða árið sem nemendum hefur boðist að fara á sjó með okkur. Fá nemendurnir innsýn í rannsóknarvinnu okkar og fá kost á að læra réttu handtökin. Gerast nemendur í vettvangsnámskeiðinu því þáttakendur í mikilvægri vöktun á stofnbreytingum á hinum nýja landnema grjótkrabba.

Nemendur fengu frábært veður og stóðu sig með mikilli prýði. Aðstæður voru sérstakar í ljósi Covid-ástandsins í samfélaginu svo passað var upp á fjarlægðartakmarkanir milli allra eins og unnt var.

0 Comments

Vöktun grjótkrabba 2020 hafin

6/20/2020

0 Comments

 
Þetta er 14. árið sem rannsóknir og vöktun grjótkrabba fara fram hér við land. Náttúrustofa Suðvesturlands og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum hafa yfirumsjón með verkefninu.

Rannsóknir og vöktun okkar á kröbbum sl. 14 ár hafa sýnt fram á miklar breytingar við SV-land. Hinni framandi tegund grjótkrabba fjölgar stöðugt og innlendu tegundunum trjónukrabba og bogkrabba fækkar. Þessi þróun innlendra tegunda og hratt landnám grjótkrabbans umhverfis Ísland er áhyggjuefni. Rannsóknir og vöktun eru lykillinn að því að fylgjast með stofnbreytingum tegunda og til að greina breytingar í vistkerfum.
0 Comments

Nýútkomin grein um sjö tegundir framandi möttuldýra við Ísland

5/11/2020

0 Comments

 
Picture
Grein um sjö nýjar framandi tegundir möttuldýra (e. ascidians) við Ísland er nú komin út í tímaritinu BioInvasions Records. Fimm af þessum sjö tegundum fundust í vöktunarverkefni  Náttúrustofu Suðvesturland á höfnum hér við land sem staðið hefur yfir sl. tvö ár.

Niðurstöðurnar varpar ljósi á stöðuna í dag. Enn sem komið er virðast allar tegundirnar bundnar við SV-land og eru misútbreiddar þar. Þess ber að geta að allar tegundirnar eru þekktar ágengar tegundir sem hafa valdið skaða víða um heim.


Áhugasamir geta nálgast greinina með því að smella á myndina hér til hliðar.

Picture
Verkefnið var að hluta styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja sem gerði þessa rannsókn mögulega. Þökkum Uppbygginarsjóðnum kærlega fyrir stuðninginn.
Picture
0 Comments

Grjótkrabbi í blaði dagsins

5/5/2020

0 Comments

 
Í Morgunblaðinu í dag birtist viðtal um rannsóknir Náttúrustofu Suðvesturlands,  Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum og samstarfsaðila á grjótkrabba við Ísland og um nýlega grein þeirra sem birtist í vísindariti ICES Journal of Marine Science.
Picture
0 Comments

Af framandi tegundum: Umfjöllun um Náttúrustofuna í blaði dagsins

5/4/2020

0 Comments

 
Í Morgunblaðinu í dag birtist umfjöllun um rannsóknir Náttúrustofu Suðvesturlands og samstarfsaðila á framandi tegundum í sjó við Ísland. Rætt er við Sindra Gíslason um nýjar tegundir möttuldýra sem fundist hafa við landið á undanförnum árum og mikilvægi vöktunar og rannsókna í þessum fræðum.
Picture
0 Comments

Grein um grjótkrabba birtist í vísindariti ICES JMS

5/2/2020

0 Comments

 
Greinin Population dynamics of three brachyuran crab species (Decapoda) in Icelandic waters: impact of recent colonization of the Atlantic rock crab (Cancer irroratus) er nú komin út í hinu virta vísindariti ICES Journal of Marine Science.  Náttúrustofa Suðvesturlands, Háskóli  Íslands og Hafrannsóknastofnun unnu að greininni.      

Rannsóknir spannar þróun landnáms grjótkrabba hér við land sl. 13 ár, eða allt frá því krabbinn fannst fyrst hér við land. Töluverðar breytingar hafa orðið á þeim árum sem vöktunin spannar en fágætt er á heimsvísu að náðst hafi að rannsaka og fylgja landnámi framandi tegundar í sjó svo náið frá upphafi, er því um einstakt og verðmætt rannsóknarverkefni að ræða og mikilvægt að vöktunin haldi áfram.   

Picture
Picture
Grjótkrabbinn fannst, eins og kunnugt er orðið, fyrst í Hvalfirði árið 2006. Útbreiðsla hans um grunnsævi Íslands hefur verið með eindæmum hröð og spannar hún nú yfir 70% af strandlengjunni, frá Faxaflóa réttsælis umhverfis landið allt austur á firði. Vöktun krabbans á föstum sniðum í Faxaflóa hefur sýnt stöðuga aukningu hans í aflahlutdeild, á kostnað bogkrabba og trjónukrabba, en aukningin var t.d. komin upp í 95% í Hvalfirði árið 2019.

Greinin er aðgengileg með því að smella á myndina hér að neðan:


Picture
0 Comments
<<Previous

    Náttúrustofa Suðvesturlands

    Fréttir af daglegri starfsemi stofunnar

    Archives

    January 2021
    December 2020
    October 2020
    August 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    January 2020
    December 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    May 2019
    March 2019
    December 2018
    November 2018
    July 2018
    May 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    November 2017
    July 2017

    Categories

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Um stofuna
    • Starfsfólk
    • Stjórn
  • Verkefni
    • Framandi sjávarlífverur við Ísland
    • MNIS
    • Grjótkrabbi við Ísland
    • SEATRACK
    • Vöktun bjargfugla á Reykjanesskaga
    • Rjúpnavoktun
    • Fiðrildavöktun
    • Vöktun á saurkólígerlamengun á Suðurnesjum
    • Kortlagning fjara á Reykjanesskaga
    • Árstíðabreytingar á ífánu algengra vistgerða í fjöru
    • Fuglaflensa og heilbrigði fugla á Íslandi
    • Búsvæða- og fæðuval fjörufugla
    • Flokkunarfræðileg staða undirtegunda meðal íslenskra fugla
    • Vistfræði máfa
    • Súlur
    • Farhætti íslenskra kjóa
    • Rannsóknir á varpi æðarfugls
    • Kyngreining og kynjahlutföll sendlinga
    • Fuglastígur á Reykjanesskaga
    • Eldfjallagarður á Reykjanesskaga
    • Þjóðgarðar í sjó
  • Útgáfa
  • Tenglar
  • English
  • Fréttir