Náttúrustofa Suðvesturlands
  • Um stofuna
    • Starfsfólk
    • Stjórn
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Framandi sjávarlífverur við Ísland
    • MNIS
    • Grjótkrabbi við Ísland
    • Sindraskel við Ísland
    • SEATRACK
    • Vöktun bjargfugla á Reykjanesskaga
    • Rjúpnavoktun
    • Fiðrildavöktun
    • Vöktun á saurkólígerlamengun á Suðurnesjum
    • Kortlagning fjara á Reykjanesskaga
    • Árstíðabreytingar á ífánu algengra vistgerða í fjöru
    • Fuglaflensa og heilbrigði fugla á Íslandi
    • Búsvæða- og fæðuval fjörufugla
    • Flokkunarfræðileg staða undirtegunda meðal íslenskra fugla
    • Vistfræði máfa
    • Súlur
    • Farhætti íslenskra kjóa
    • Rannsóknir á varpi æðarfugls
    • Kyngreining og kynjahlutföll sendlinga
    • Fuglastígur á Reykjanesskaga
    • Eldfjallagarður á Reykjanesskaga
    • Þjóðgarðar í sjó
  • Útgáfa
    • Ritrýndar vísindagreinar
    • Ársskýrslur
    • Skýrslur og fleira
    • Veggspjöld
    • Fyrirlestrar
    • Náttúrustofan í fjölmiðlum
    • Nemendaverkefni
  • Tenglar
  • English

Rannsóknir á varpi æðarfugls

Rannsóknin var samstarf Náttúrustofunnar við Háskólann í Glasgow (University of Glasgow) og snéri að varpi æðarfugls. Athugunarþættir voru einangrun hreiðurs, hver áhrif dúntekju, veðurfars og truflana geti haft á hitastig í hreiðri og hvernig kollugæði (female quality) endurspeglast í vali á hreiðurstæði. Á árunum 2004-2007 kom hingað Liliana Bernice D´Alba doktorsnemi og vann hún við söfnun gagna í æðarvarpinu við Norðurkot. Niðurstöðurnar sýndu m.a. fram á að eggjafjöldi er í sambandi við skjól í hreiðrum og eru að jafnaði fleiri eggjum verpt í skjólmeiri hreiður. Munur í meðalhitastigi í hreiðri og lofthita er ekki endilega meiri í skýldum hreiðrum en breytileiki á hitastigi er mun minni. Einnig sýna niðurstöður að mikill breytileiki er á magni dúns sem kollurnar leggja í hreiðrin og eru betri kollur (þ.e. þær sem verpa fleiri eggjum) að leggja meiri dún í hreiðin. Í tilraunum sem gerðar voru í varpinu kemur í ljós að með því að skýla hreiðrum má ná hærra útungunarhitastigi sem leiðir til styttri útungunartíma. Í ljós kom að kollur í skjólgóðum hreiðurstæðum tapa minni þyngd við álegu en kollur á berangri. Þessar niðurstöður geta nýst æðarbændum mjög vel og þær undirstrika það sem haldið hefur verið fram af ráðunautum. Rannsóknin var hluti af doktorsverkefni Liliana D’Alba við Háskólann í Glasgow.
Picture

Náttúrustofa Suðvesturlands ● Garðvegi 1 ● 245 Suðurnesjabæ ● Sími: 423 7458 ● Netfang: natturustofa@natturustofa.is
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Um stofuna
    • Starfsfólk
    • Stjórn
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Framandi sjávarlífverur við Ísland
    • MNIS
    • Grjótkrabbi við Ísland
    • Sindraskel við Ísland
    • SEATRACK
    • Vöktun bjargfugla á Reykjanesskaga
    • Rjúpnavoktun
    • Fiðrildavöktun
    • Vöktun á saurkólígerlamengun á Suðurnesjum
    • Kortlagning fjara á Reykjanesskaga
    • Árstíðabreytingar á ífánu algengra vistgerða í fjöru
    • Fuglaflensa og heilbrigði fugla á Íslandi
    • Búsvæða- og fæðuval fjörufugla
    • Flokkunarfræðileg staða undirtegunda meðal íslenskra fugla
    • Vistfræði máfa
    • Súlur
    • Farhætti íslenskra kjóa
    • Rannsóknir á varpi æðarfugls
    • Kyngreining og kynjahlutföll sendlinga
    • Fuglastígur á Reykjanesskaga
    • Eldfjallagarður á Reykjanesskaga
    • Þjóðgarðar í sjó
  • Útgáfa
    • Ritrýndar vísindagreinar
    • Ársskýrslur
    • Skýrslur og fleira
    • Veggspjöld
    • Fyrirlestrar
    • Náttúrustofan í fjölmiðlum
    • Nemendaverkefni
  • Tenglar
  • English