Náttúrustofa Suðvesturlands
  • Um stofuna
    • Starfsfólk
    • Stjórn
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Framandi sjávarlífverur við Ísland
    • MNIS
    • Grjótkrabbi við Ísland
    • Sindraskel við Ísland
    • SEATRACK
    • Vöktun bjargfugla á Reykjanesskaga
    • Rjúpnavoktun
    • Fiðrildavöktun
    • Vöktun á saurkólígerlamengun á Suðurnesjum
    • Kortlagning fjara á Reykjanesskaga
    • Árstíðabreytingar á ífánu algengra vistgerða í fjöru
    • Fuglaflensa og heilbrigði fugla á Íslandi
    • Búsvæða- og fæðuval fjörufugla
    • Flokkunarfræðileg staða undirtegunda meðal íslenskra fugla
    • Vistfræði máfa
    • Súlur
    • Farhætti íslenskra kjóa
    • Rannsóknir á varpi æðarfugls
    • Kyngreining og kynjahlutföll sendlinga
    • Fuglastígur á Reykjanesskaga
    • Eldfjallagarður á Reykjanesskaga
    • Þjóðgarðar í sjó
  • Útgáfa
    • Ritrýndar vísindagreinar
    • Ársskýrslur
    • Skýrslur og fleira
    • Veggspjöld
    • Fyrirlestrar
    • Náttúrustofan í fjölmiðlum
    • Nemendaverkefni
  • Tenglar
  • English

Farhætti íslenskra kjóa

Um er að ræða samstarfsverkefni Náttúrustofu Suðvesturlands, Náttúrustofu Norðausturlands og Háskóla Íslands. En þar til nýlega hefur verið erfitt að rannsaka vetrardreifingu og far sjófugla vegna vöntunar á hentugri tækni til verksins. Nú er það að breytast með tilkomu svokallaðra dægurrita (e. geolocators) sem geta tekið niður upplýsingar um staðsetningu yfir lengri tímabil á sama tíma og þetta eru lítil og létt tæki. Með dægurritum er því hægt að kanna ferðir fugla sem halda sig á hafi úti utan varptíma og þannig safnað mikilvægum upplýsingum um nýtingu hafsvæða og far sjófugla utan varptíma.

Kjóar verpa allt í kringum pólinn og hafa breiða varpútbreiðslu, vetrarútbreiðslan er á hinn bóginn lítt þekkt. Í þessari rannsókn er far kjóa (Stercoraius parasiticus) utan varptíma kannað. 20 dægurritar voru festir á kjóa í varpi vorið 2014 austur á Héraði og sex þeirra endurheimtust árið eftir. Gögnin sýndu fram á að íslenskir kjóar hafa einstaka vetrarútbreiðslu sem nær allt frá suðurparti Suður-Ameríku og austur að Suður-Afríku. Enginn annar artískur sjófugl nýtir sér vetrarsvæði beggja megin Atlantshafsins líkt og kjóinn svo vitað sé. Einnig kom í ljós að kjóar nýta sér svo kallað “hot spot” í Norður-Atlantshafinu á fari sínu líkt og margar aðrar sjófuglategundir. Nú er í vinnslu grein um far skandinavískra kjóa sem er samstarf margra vísindastofnana, að sama skapi er verið að vinna upplýsingar um stöðugar samsætur úr blóðsýnum kjóanna sem getur varpað ljósi á fæðuatferli fuglanna


Náttúrustofa Suðvesturlands ● Garðvegi 1 ● 245 Suðurnesjabæ ● Sími: 423 7458 ● Netfang: natturustofa@natturustofa.is
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Um stofuna
    • Starfsfólk
    • Stjórn
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Framandi sjávarlífverur við Ísland
    • MNIS
    • Grjótkrabbi við Ísland
    • Sindraskel við Ísland
    • SEATRACK
    • Vöktun bjargfugla á Reykjanesskaga
    • Rjúpnavoktun
    • Fiðrildavöktun
    • Vöktun á saurkólígerlamengun á Suðurnesjum
    • Kortlagning fjara á Reykjanesskaga
    • Árstíðabreytingar á ífánu algengra vistgerða í fjöru
    • Fuglaflensa og heilbrigði fugla á Íslandi
    • Búsvæða- og fæðuval fjörufugla
    • Flokkunarfræðileg staða undirtegunda meðal íslenskra fugla
    • Vistfræði máfa
    • Súlur
    • Farhætti íslenskra kjóa
    • Rannsóknir á varpi æðarfugls
    • Kyngreining og kynjahlutföll sendlinga
    • Fuglastígur á Reykjanesskaga
    • Eldfjallagarður á Reykjanesskaga
    • Þjóðgarðar í sjó
  • Útgáfa
    • Ritrýndar vísindagreinar
    • Ársskýrslur
    • Skýrslur og fleira
    • Veggspjöld
    • Fyrirlestrar
    • Náttúrustofan í fjölmiðlum
    • Nemendaverkefni
  • Tenglar
  • English