SEATRACK er stórt alþjóðlegt verkefni undir stjórn Norwegian Polar Institute og Norwegian Institute for Nature Research (NINA). Þáttökulönd í verkefninu eru auk Noregs, að meðtöldum Svalbarða og Jan Mayen, Rússland, Ísland, Færeyjar og Bretland. Verkefnið hófst árið 2014 og var upphaflega hugsað til fjögurra ára. Árangur verkefnisins hefur verið góður og því hefur tekist að fá fjármagn til að halda því gangandi. Fuglar af 11 tegundum sjófugla á yfir 30 varpsvæðum hafa verið merktir. Fuglarnir eru merktir á varptíma með svokölluðum dægurritum (e. geolocator), sem mæla birtutíma og gefa þannig upp staðsetningu, sem leyfir vísindamönnum að fylgjast með farleiðum fuglanna utan varptímanns. Til að nálgast upplýsingar dægurritanna þarf að ná fuglunum aftur að einu eða tveimur árum liðnum, byggist því árangur rannsóknanna á því hversu vel það gengur. Þáttakendur í verkefninu hér á landi auk Náttúrustofu Suðversturlands eru Náttúrustofa Suðurlands, Náttúrustofa Norðausturlands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Háskóli Íslands og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi.
Í löndunum kringum Norðursjó verpa margir af stærstu sjófuglastofnum heims og er ábyrgð þeirra landa sem stórir varpstofnar finnast mikil. Á undanförnum árum hafa margir stofnar sjófugla farið hratt minnkandi og ljóst er að þeir eiga á brattan að sækja ef áfram heldur sem horfir. Yfir varptíman halda fuglarnir tryggð við varpstöðvar sínar en utan hans færa fuglarnir sig á haf út, sumir leggja í langt ferðalag meðan aðrir fara styttra. Þar sem margar tegundir halda sig nánast eingöngu á hafi úti utan varptíma er lítið vitað um ferðir þeirra og atferli yfir vetrurinn. Þessar upplýsingar eru ekki eingöngu mikilvægar fyrir stofnvistfræði tegundana heldur einnig í hagnýtum skilningi þegar kemur að verndun og nýtingu hafsvæða. Til þess að öðlast þessa vitneskju er notast við lítil staðsetningartæki (dægurrita) sem taka niður upplýsingar um staðsetningu og hvort fuglinn sitji á sjónum (tækið er blautt) eða sé í flugi. Fuglarnir eru fangaðir á hreiðrum á varpstað og tækið fest við fót þeirra. Til að nálgast upplýsingar dægurritanna þarf að ná fuglunum aftur að einu eða tveimur árum liðnum, byggist því árangur rannsóknanna á því hversu vel það gengur.
Náttúrustofan hefur frá árinu 2014 sett út hundruði dægurrita á fjórar tegundir fugla, þ.e. sílamáfa, silfurmáfa, hvítmáfa og toppskarfa. Sílamáfur, silfurmáfur hafa verið merktir í 5 byggðum þ.e. í Krossanesborgum, á Brimnesi, í Lágafelli í Mosfellsbæ, á Garðaholti og Garðahrauni í Garðabæ og í Klifhólahrauni við Grindavík. Hvítmáfur og toppskarfur hafa svo verið merktir í Melrakkaey á Breiðafirði frá árinu 2015.