Náttúrustofa Suðvesturlands hóf fyrst vorið 2012 þátttöku í samstarfsverkefni á landsvísu á vöktun á fiðrilda, vöktun hefur svo verið árleg síðan 2016. Fiðrildagildran var sett upp í Norðurkoti og er þetta er í fyrsta skipti sem farið er í slíka vöktun á Suðurnesjum. Vöktun fiðrilda á Íslandi er samstarfsverkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands og nokkurra náttúrustofa. Vöktun þessi hófst árið 1995 af hálfu Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Markmið vöktuninar er að aflað er upplýsinga um fiðrildafánu landsins sem er undir áhrifum af breyttu ýmsum þáttum eins og veðurfarsbreytinga vegna lofslagshlýnunar, breytinga á gróðurfari og náttúruhamförum eins og eldgosum. Fylgjast með stofnsveiflum sem verða eftir árferði hverju sinni og nýjum tegundum sem nema land og útbreiðslu þeirra. Einnig er fylgst með flækingum sem berast til landsins með vindum. Ljósgildrur eru notaðar til að lokka fiðrildin. Þær eru tæmdar vikulega í alls 30 vikur á ári, fiðrildin greind til tegunda og talin. Nánar má lesa um verkefnið á vef Náttúrufræðistofnunar: