Griphvelja, Gonionemus vertens
Griphvelja fannst fyrst við Álftanes árið 2008. Tegundin hefur jafnframt fundist við Suðurnes, í Hvalfirði og Eyjafirði. Griphveljan er upprunnin í Kyrrahafi en hefur flust til annarra heimshafa af mannavöldum. Griphvelja hefur að öllum líkindum borist til landsins með kjölfestuvatni. Hveljan er sjaldgæf hér við land a.m.k. enn sem komið er og getur því ekki talist ágeng, en líklegt að hún geti orðið það. Náttúrustofa Suðvesturlands hefur yfirumsjón með rannsóknum á griphvelju hér við land. |
|
Rhizogeton nudus
Fannst fyrst í Keflavíkurhöfn árið 2001. |
|