Glærmöttull, Ciona intestinalis Glærmöttullinn er fyrsta framandi möttuldýrategundin sem fannst við Ísland og varð fyrst vart í Straumsvík árið 2007. Árið 2010 fannst tegundin síðan undir flotbryggjum í nokkrum höfnum við Suðvesturland. Möttuldýr eru algengar ásætur á skipsskrokkum og bryggjum og hafa breiðast út með skipum. Glærmöttull finnst um allan heim, að Suðurskautslandinu undanskildu, og er talinn upprunninn í Norður-Atlantshafi en hefur flust til annarra heimshafa af mannavöldum. Í Kanada og Suður-Afríku er glærmöttull talinn ágeng tegund þar sem áhrif hans á skelfiskrækt eru neikvæð. Glærmöttullinn er í samkeppni við skelina um pláss og fæðu, hann er ásæta bæði á skel og ræktunarútbúnaði og hefur valdið miklu fjárhagslegu tjóni, sérstaklega í kræklingarækt. Glærmöttull hefur að öllum líkindum borist til landsins sem ásæta á skipsskrokkum. Útbreiðsla hans er ekki þekkt hér við land, enn sem komið er hefur hann bara fundist við SV-land. Heimild Náttúrustofa Suðvesturlands hefur yfirumsjón með rannsóknum á glærmöttli hér við land. |
|
Þykkmöttull, Ciona robusta
Þykkmöttull fannst fyrst hér við land árið 2018 í Sandgerði. Þykkmöttull hefur að öllum líkindum borist til landsins sem ásæta á skipsskrokkum. Enn sem komið er hefur hann bara fundist við SV-land. Heimild Náttúrustofa Suðvesturlands hefur yfirumsjón með rannsóknum á þykkmöttli hér við land. |
|
Evrópumöttull, Ascidiella aspersa
Evrópumöttull fannst fyrst hér við land árið 2018 í Sandgerði og sama ár í Hafnarfirði. Evrópumöttull hefur að öllum líkindum borist til landsins sem ásæta á skipsskrokkum. Enn sem komið er hefur hann bara fundist við SV-land. Heimild Náttúrustofa Suðvesturlands hefur yfirumsjón með rannsóknum á Evrópumöttli hér við land. |
|
Þrúgumöttull, Molgula manhattensis
Þrúgumöttull fannst fyrst hér við land árið 2018 í Sandgerði og sama ár í Reykjavík. Þrúgumöttull hefur að öllum líkindum borist til landsins sem ásæta á skipsskrokkum. Þekkt útbreiðsla hans nær frá Vestmannaeyjum réttsælis til Ísafjarðar. Heimild Náttúrustofa Suðvesturlands hefur yfirumsjón með rannsóknum á þrúgumöttli hér við land. |
|
Hlaupskorpumöttull, Diplosoma listerianum
Hlaupskorpumöttull fannst fyrst hér við land árið 2018 í Sandgerði. Hlaupskorpumöttull hefur að öllum líkindum borist til landsins sem ásæta á skipsskrokkum. Enn sem komið er hefur hann bara fundist við SV-land. Heimild Náttúrustofa Suðvesturlands hefur yfirumsjón með rannsóknum á hlaupskorpumöttli hér við land. |
|
Appelsínumöttull, Botrylloides violaceus
Appelsínumöttull fannst fyrst hér við land árið 2018 í Hafnarfirði. Appelsínumöttull hefur að öllum líkindum borist til landsins sem ásæta á skipsskrokkum. Enn sem komið er hefur hann bara fundist við SV-land. Heimild Náttúrustofa Suðvesturlands hefur yfirumsjón með rannsóknum á appelsínumöttli hér við land. |
|
Stjörnumöttull, Botryllus schlosseri
Stjörnumöttull fannst fyrst hér við land árið 2011 á línukræklingi í Vogum. Stjörnumöttull hefur að öllum líkindum borist til landsins sem ásæta á skipsskrokkum. Útbreiðsla hans er ekki þekkt hér við land, enn sem komið er hefur hann bara fundist við SV-land. Heimild Náttúrustofa Suðvesturlands hefur yfirumsjón með rannsóknum á stjörnumöttli hér við land. |
|
Hærumöttull, Ascidiella scabra
Hærumöttull fannst fyrst hér við land árið 2020 í Grindavík og sama ár í Vestmannaeyjum. Hærumöttull hefur að öllum líkindum borist til landsins sem ásæta á skipsskrokkum. Enn sem komið er hefur hann bara fundist við SV-land. Heimild Náttúrustofa Suðvesturlands hefur yfirumsjón með rannsóknum á hærumöttli hér við land. |
|