Nemendur á fjórða ári í arkitektúr við Listaháskóla Íslands ásamt kennara sínum, Hlyni Axelssyni, heimsóttu Náttúrustofuna í dag. Starfsfólk stofunnar þau Ólafur Páll og Sigríður Vala tóku á móti hópnum og kynntu þeim starfsemi hennar sem og náttúrufar Reykjanesskagans. Þessi nemendahópur mun hafa aðstöðu í Reykjanesbæ þessa önn allt fram á vor. Nemendurnir munu kynna sér bæinn og náttúru Reykjaness og móta í kjölfarið úr því verkefni. Verður spennandi að sjá hver afraksturinn verður. Við þökkum þessum flotta hóp fyrir komuna og óskum þeim góðs gengis við verkefni sín á önninni.
1 Comment
|
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
December 2024
Categories |