Árlegri vöktun grjótkrabba í innanverðum Faxaflóa er nú senn á enda. Þetta er tólfta árið sem vöktuninni er haldið úti. Náttúrustofan og Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum halda utan um vöktunina. Byggist vöktunin á gildruveiðum fullorðinna krabba og eins á svifsýnatökum með háfum til að fylgjast með fjölda lirfa í uppsjó. Ljóst er á gildruveiðum að grjótkrabbinn er hvergi að gefa eftir og er sem fyrr ráðandi í afla, nú með yfir 90% í aflahlutdeild. Rannsóknir og vöktunarverkefni sem snúa að viðgangi framandi lífvera eru gríðarlega mikilvægar, bæði til að meta áhrifa þeirra á umhverfi sitt og eins til að læra hvernig þær haga sér í nýjum heimkynnum. Flutningur framandi lífvera er önnur stærsta ógnin við líffræðilegan fjölbreytileika í heiminum í dag á eftir búsvæðaeyðingu. Það er því ljós að um gríðarstórt vandamál er að ræða. Margar þessara framandi lífvera verða nefnilega ágengar í sínum nýju heimkynnum og þannig neikvæð áhrif á umhverfi, efnahag eða heilsu manna. Því er mikilvægt að halda vöktun sem þessari úti en afar fágætt er að landnám sjávarlífveru sé rannsakað frá upphafi landnáms eins og í þessu tilviki. Frekari rannsóknir gera okkur kleift að meta hugsanleg áhrif krabbans á sjávarvistkerfin við Ísland. Hér að neðan má sjá myndir úr vöktunarleiðangrum sumarsins:
0 Comments
Í Samfélaginu á Rás 1 tók Leifur Hauksson í liðinni viku viðtal við Dr. Sindra Gíslason, forstöðumann Náttúrustofunnar um framandi sjávartegundir og nýútkomna grein í Náttúrufræðingnum um notkun dróna í fuglarannsóknum.
Viðtalið má nálgast með að smella á myndina: hér að neðan Nýjasta afurð Náttúrustofunnar er komin út í Náttúrufræðingnum. Greinin ber titilinn: Notkun dróna við talningar í sjófuglabyggðum. Í greinni kemur fram nýjasta stofnmat súlu í Eldey. En þetta er í fyrsta skipti sem slík heildarúttekt er reynd hér á landi með dróna. Í greininni er jafnframt fjallað um notkun dróna í fuglarannsóknum í heiminum í dag, kosti, galla og álitaefni. Hér gefur að líta stutta samantekt úr greinni: "Tímasparnaður, nákvæmni, sveigjanleiki og hagkvæmni eru þeir kostir sem geta gert dróna að einkar gagnlegum verkfærum við vistfræðirannsóknir í ákveðnum aðstæðum. Rannsóknir sýna ýmsa kosti þeirra við talningar og rannsóknir á fuglum. Enn takmarkast notkun þeirra þó af ýmsum þáttum, svo sem reglum og leyfisveitingum, siðferðilegum álitaefnum, viðeigandi þjálfun, rafhlöðuendingu og veðurþoli." Meira um það í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr leiðangrinum. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
October 2024
Categories |