Nýjasta afurð Náttúrustofunnar er komin út í Náttúrufræðingnum. Greinin ber titilinn: Notkun dróna við talningar í sjófuglabyggðum. Í greinni kemur fram nýjasta stofnmat súlu í Eldey. En þetta er í fyrsta skipti sem slík heildarúttekt er reynd hér á landi með dróna. Í greininni er jafnframt fjallað um notkun dróna í fuglarannsóknum í heiminum í dag, kosti, galla og álitaefni. Hér gefur að líta stutta samantekt úr greinni: "Tímasparnaður, nákvæmni, sveigjanleiki og hagkvæmni eru þeir kostir sem geta gert dróna að einkar gagnlegum verkfærum við vistfræðirannsóknir í ákveðnum aðstæðum. Rannsóknir sýna ýmsa kosti þeirra við talningar og rannsóknir á fuglum. Enn takmarkast notkun þeirra þó af ýmsum þáttum, svo sem reglum og leyfisveitingum, siðferðilegum álitaefnum, viðeigandi þjálfun, rafhlöðuendingu og veðurþoli." Meira um það í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr leiðangrinum.
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
November 2024
Categories |