Náttúrustofa Suðvesturlands
  • Um stofuna
    • Starfsfólk
    • Stjórn
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Framandi sjávarlífverur við Ísland
    • MNIS
    • Grjótkrabbi við Ísland
    • Sindraskel við Ísland
    • SEATRACK
    • Vöktun bjargfugla á Reykjanesskaga
    • Rjúpnavoktun
    • Fiðrildavöktun
    • Vöktun á saurkólígerlamengun á Suðurnesjum
    • Kortlagning fjara á Reykjanesskaga
    • Árstíðabreytingar á ífánu algengra vistgerða í fjöru
    • Fuglaflensa og heilbrigði fugla á Íslandi
    • Búsvæða- og fæðuval fjörufugla
    • Flokkunarfræðileg staða undirtegunda meðal íslenskra fugla
    • Vistfræði máfa
    • Súlur
    • Farhætti íslenskra kjóa
    • Rannsóknir á varpi æðarfugls
    • Kyngreining og kynjahlutföll sendlinga
    • Fuglastígur á Reykjanesskaga
    • Eldfjallagarður á Reykjanesskaga
    • Þjóðgarðar í sjó
  • Útgáfa
    • Ritrýndar vísindagreinar
    • Ársskýrslur
    • Skýrslur og fleira
    • Veggspjöld
    • Fyrirlestrar
    • Náttúrustofan í fjölmiðlum
    • Nemendaverkefni
  • Tenglar
  • English

Gleðileg jól

12/21/2022

0 Comments

 
Picture
0 Comments

Súlnadauði og plastrusl í Eldey í fréttum RÚV

12/8/2022

0 Comments

 
RÚV fylgdi eftir umfjöllun Náttúrustofunnar um Eldeyjarleiðangur Náttúrustofu Suðvesturlands, Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar í fréttum sjónvarps í kvöld.

Við leiðangursfólki blasti fjöldi dauðra súlna og gríðarlegt magn af plasti í hreiðrum. Myndefnið sem fylgir fréttinni segir meira en mörg orð.

Smella má á myndina til að sjá fréttina í heild sinni.

Picture
0 Comments

Vísindaleiðangur í Eldey

12/6/2022

0 Comments

 
Vísindaleiðangur var farinn í Eldey í dag. Leiðangurinn skipuðu sérfræðingar frá Náttúrustofu Suðvesturlands, Háskóla Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands auk landvarða Umhverfisstofnunar. Viðfangsefni leiðangursfólks var mæling á gliðnun og hæð eyjunnar, súlnadauði og plast í hreiðrum súlna.

Mikið sást af dauðum súlum í eyjunni og var aðallega um fullorðnar súlur að ræða. Fyrirfram var vitað að töluvert plast væri í hreiðrum súla í Eldey en það fékkst staðfest eftir leiðangur Náttúrustofunnar árið 2017. Í þeim leiðangri var eyjan öll mynduð með dróna og varpstofn metinn, sást þá töluvert af plasti af drónamyndunum. Það gríðarlega magn plasts sem blasti við leiðangursfólki í dag var mun meira en búist var við. Ljóst er að plast er allsráðandi byggingarefni í hreiðri súlna í eyjunni, en aðallega er um að ræða netabúta og veiðarfæraspotta af öllum gerðum. Töluvert fannst af súlum sem drepist höfðu eftir að hafa flækt sig í plastruslinu, en ætla má að fjöldi súla drepist með þessum hætti árlega í Eldey.

Auk svartbaks og silfurmáfs sáust fálki, svartþrestir og bjargdúfur - bæði á eyjunni eða á flugi við hana.

Ferðin gekk vel og þökkum við landhelgisgæslunni og áhöfn TF-GNÁ kærlega fyrir öruggan flutning.

0 Comments

Ægir

11/16/2022

0 Comments

 
Í nýjasta tölublaði Ægis sem var að koma út er fjallað um vöktun Náttúrustofunnar og Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum á grjótkrabba í Faxaflóa,
Picture
0 Comments

Ný yfirlitsgrein um tjón af völdum framandi tegunda á Norðurlöndum

10/27/2022

0 Comments

 
Í nýrri yfirlitsgrein í vísindaritinu Journal of Environmental Management er fjallað um niðurstöður samantektar á birtum heimildum um tjón af völdum framandi tegunda á Norðurlöndum. Um er að ræða Norrænt samstarfsverkefni sem Náttúrustofa Suðvesturlands ásamt Náttúrustofu Vesturlands tóku þátt í fyrir hönd Íslands.

Ágrip greinarinnar í lauslegri þýðingu:

"Heildarumfang efnahagslegra áhrifa og sérstaklega á fjárhagslegu tjóni sem hlýst af framandi ágengum tegundum skortir fyrir Norðurlönd. Þessi grein tekur saman niðurstöður heimilda um kostnað vegna framandi tegunda á Norðurlöndunum ásamt mati sérfræðinga. Hinn alþjóðlegi InvaCost gagnagrunnurinn var notaður við greiningu kostnaðar, en gagnagrunnurinn er alþjóðleg opin hýsing fjárhagslegs kostnaðar vegna framandi tegunda. Grunnurinn gerir kleift að nota tímabundnar, staðbundnar og flokkunarfræðilegar lýsingar sem auðvelda betri skilning á því hvernig kostnaði er dreift. Heildarkostnaður vegna framandi tegunda á Norðurlöndunum var áætlaður 8,35 milljarðar Bandaríkjadala (á gengi ársins 2017), en  þar vegur kostnaður vegna tjóns umtalsvert þyngra en stjórnunarlegur kostnaður. Noregur varð fyrir mestum tjóni (3,23 milljarðar dala), næst á eftir komu Danmörk (2,20 milljarðar), Svíþjóð (1,45 milljarðar), Finnland (1,11 milljarðar) og Ísland (25,45 milljónir). Kostnaður vegna landnáms framandi tegunda á Norðurlöndum virðist að mestu vera vanmetinn. Í lok greinar er varpað ljósi á slíkar þekkingareyður, þar á meðal í stefnum og reglugerðum og þörfina á að auka skilning á kostnaði við framandi tegundir og eflingu rannsókna  í þessum málaflokki til framtíðar."

Greinin er opin öllum í takmarkaðan tíma og má nálgast hana með því að smella á myndina hér að neðan:

Picture
0 Comments

Námskeið vistgerða í fjöru

8/31/2022

0 Comments

 
Dagana 29. og 30. ágúst var haldið námskeið á Náttúrustofu Suðvesturlands í sýnatökum í fjöruvistgerðum. Námskeiðið var ætlað starfsfólki náttúrustofanna og er hluti af þjálfun þess í tengslum við verkefnið Vöktun náttúruverndarsvæða, samstarfsverkefni náttúrustofa og Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Fyrri dag námskeiðsins var farið í bæði þangfjöru  og leiru og aðferðir sýndar og prófaðar, auk þess sem farið var í helstu þörungagreiningar. Seinni daginn var unnið úr þeim sýnum sem tekin voru og greint úr þeim bæði í hópa- og tegundir.

Hópurinn fékk hressilega lægð  á meðan námskeiðinu stóð með tilheyrandi roki og rigningu, en veðrið fékk lítið á mannskapinn enda náttúrufræðingar öllu vanir þegar kemur að útivinnu. Þökkum við félögum okkar á náttúrustofunum og NÍ fyrir ánægjulega samveru.

0 Comments

Fiskifréttir

8/25/2022

0 Comments

 
Í nýjasta tölublaði Fiskifrétta sem út kom í dag 25.ágúst er fjallað um vöktun Náttúrustofunnar og Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum á grjótkrabba í Faxaflóa,
Picture
0 Comments

Vettvangsnámskeið í líffræði

8/21/2022

0 Comments

 
Starfsmenn Náttúrustofunnar og Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum fóru í dag með nemendur á þriðja ári í líffræði við Háskóla Íslands í sýnatökur á Sundin við Reykjavík. Sjóferðin er hluti af fjölbreyttu og umfangsmiklu vettvangsnámskeiði í vistfræði. Þetta er sjötta árið sem nemendum hefur boðist að fara á sjó með okkur og fá innsýn í rannsóknarvinnu okkar og fá kost á að læra réttu handtökin. Gerast nemendur í vettvangsnámskeiðinu því þáttakendur í mikilvægri vöktun á stofnbreytingum á hinum nýja landnema grjótkrabba.

Nemendur fengu ljómandi fínt veður og stóðu sig með mikilli prýði.

0 Comments

Ný yfirlitsgrein um fjölbreytileika mosadýra við Ísland

8/19/2022

0 Comments

 
Í nýrri yfirlitsgrein okkar í vísindaritinu Polar Biology er fjallað um fjölbreytileika mosadýra (Bryozoa) við Ísland. Um er að ræða alþjóðlegt samstarfsverkefni sem Náttúrustofan leiddi.

Ávöxtur þessa verkefnis er uppfærður heildarlisti yfir mosadýrategundir við Ísland. Alls eru nú skráðar 288 tegundir mosadýra við Ísland, þar af 67 nýjar skráningar við Ísland og þrjár tegundir sem mögulega eru framandi tegundir. Slíkur fjölbreytileiki er tiltölulega hár í samanburði við önnur hafsvæði, samt má búast við við því að hann sé í raun enn hærri - en frekari rannsóknir þarf til að leiða það í ljós. Mestur fjöldi tegunda (71) var skráður grynnst (0–100m), en það er líklegast vegna flókinna þátta þar á meðal mikillar frumframleiðni þess svæðis. Sem fyrr segir leiðir rannsóknin í ljós skráningu fjölda nýrra tegunda við Ísland, sem sýnir hversu lítið er vitað um fjölbreytileika mosdýra og vistfræðilega þætti þeirra á jafn mikilvægu svæðum og Íslandsmið eru. Þetta er upphafspunktur fyrir frekari ítarlegar rannsóknir á þessum sérstaka hópi lífvera.

Smella má á myndina til að nálgast greinina:

Picture
0 Comments

Sextánda ár grjótkrabbavöktunar

7/20/2022

0 Comments

 
Sextánda vöktunarár grjótkrabba í Faxaflóa er nú hafið. Náttúrustofan og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum halda utan um vöktunina. Byggist vöktunin á gildruveiðum fullorðinna krabba og eins á svifsýnatökum með háfum til að fylgjast með fjölda lirfa í uppsjó. Ljóst er á gildruveiðum að grjótkrabbinn er hvergi að gefa eftir og er sem fyrr ráðandi í afla, með yfir 99% í aflahlutdeild. Sýkingarhlutfall er sem fyrr hlutfallslega hátt og unnið er að því í samstarfi við sérfræðinga á Keldum að greina hvað henni veldur.

Hér að neðan má sjá myndir úr fyrsta leiðangri þessa vöktunarárs.

0 Comments
<<Previous

    Náttúrustofa Suðvesturlands

    Fréttir af daglegri starfsemi stofunnar

    Archives

    December 2022
    November 2022
    October 2022
    August 2022
    July 2022
    May 2022
    March 2022
    January 2022
    December 2021
    October 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    August 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    January 2020
    December 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    May 2019
    March 2019
    December 2018
    November 2018
    July 2018
    May 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    November 2017
    July 2017

    Categories

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Um stofuna
    • Starfsfólk
    • Stjórn
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Framandi sjávarlífverur við Ísland
    • MNIS
    • Grjótkrabbi við Ísland
    • Sindraskel við Ísland
    • SEATRACK
    • Vöktun bjargfugla á Reykjanesskaga
    • Rjúpnavoktun
    • Fiðrildavöktun
    • Vöktun á saurkólígerlamengun á Suðurnesjum
    • Kortlagning fjara á Reykjanesskaga
    • Árstíðabreytingar á ífánu algengra vistgerða í fjöru
    • Fuglaflensa og heilbrigði fugla á Íslandi
    • Búsvæða- og fæðuval fjörufugla
    • Flokkunarfræðileg staða undirtegunda meðal íslenskra fugla
    • Vistfræði máfa
    • Súlur
    • Farhætti íslenskra kjóa
    • Rannsóknir á varpi æðarfugls
    • Kyngreining og kynjahlutföll sendlinga
    • Fuglastígur á Reykjanesskaga
    • Eldfjallagarður á Reykjanesskaga
    • Þjóðgarðar í sjó
  • Útgáfa
    • Ritrýndar vísindagreinar
    • Ársskýrslur
    • Skýrslur og fleira
    • Veggspjöld
    • Fyrirlestrar
    • Náttúrustofan í fjölmiðlum
    • Nemendaverkefni
  • Tenglar
  • English