Í liðinni viku tók Náttúrustofa Suðvesturlands þátt í vinnustofu BIODICE um líffræðilegan fjölbreytileika. Markmið vinnustofunnar var að greina og ræða málefni líffræðilegrar fjölbreytni í víðu samhengi eins og hún birtist í íslenskri stjórnsýslu. Viðfangsefnið tengist sérstaklega verkefninu Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda, þar sem meta á stöðu mála varðandi innleiðingu stefnu samnings Sameinuðu Þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni 2022, Global Biodiversity Framework (GBF), á Íslandi, Danmörku og Finnlandi.
Vinnustofan tókst með eindæmum vel, en um var að ræða fyrstu vinnustofuna af nokkrum sem tengjast munu verkefninu Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda.
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
October 2024
Categories |