Í dag þann 22. maí er alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni.
Líffræðileg fjölbreytni er undirstaða tilveru okkar og framtíðar. Verndun hennar er eitt mikilvægasta verkefni sem mannkynið stendur frammi fyrir því líffræðileg fjölbreytni er grundvöllur lífsgæða okkar. Ótal auðlindir og náttúrulegir ferlar sem okkur eru lífsnauðsynlegir byggjast á að hún sé til staðar. Því miður er staða líffræðilegrar fjölbreytni á jörðinni í dag alvarleg. Ástæðan er að henni hefur hnignað hratt á sl. öld fyrir tilstuðlan athafna mannsins s.s. með eyðingu náttúrulegra búsvæða, útbreiðslu framandi ágengra tegunda, mengun og ofnýtingu náttúrunnar. Áskoranir mannskyns í dag snúa því að því að vernda líffræðilega fjölbreytni. Af þeirri ástæðu tileinkaði alsherjarþing Sameinuðu þjóðana árið 2000, 22. maí dag líffræðilegrar fjölbreytni. Dagurinn er haldinn hátíðlegur um heim allan til að auka fræslu og vitund almennings um líffræðilega fjölbreytni. Til hamingju með daginn og stöndum vörð um líffræðilega fjölbreytni!
0 Comments
Arnhildur Hálfdánardóttir dagskrárgerðarkona á RÚV slóst í för með starfsfólki Náttúrustofunnar í vöktun á sindraskel í Hvalfirði í dag. Meira um það síðar.
Fiðrildaveiðar eru nú hafnar hjá okkur á Suðurnesjum þetta árið og munu standa yfir næstu 30 vikurnar. Náttúrustofan hefur frá árinu 2016 staðið árlega að vöktun fiðrilda í Norðurkoti. Vöktun fiðrilda hófst fyrst hér á landi árið 1995 fyrir tilstilli Náttúrufræðistofnunar Íslands. Náttúrustofur landshlutanna, hafa hver af annarri gerst þátttakendur í verkefninu í náinni samvinnu við Náttúrufræðistofnun með samstilltum aðgerðum.
Þess má geta að frá upphafi verkefnisins hafa alls fundist 47 tegundir fiðrilda og sex tegundir vorflugna í Norðurkoti, en nánar má lesa um það í ársskýrslu Náttúrustofunnar fyrir árið 2023. Ársskýrsla Náttúrustofu Suðvesturlands 2023 er nú komin út. Í skýrslunni gefur að líta fjölbreytta starfsemi stofunnar á liðnu ári. Áhugasamir geta nálgast skýrsluna með því að smella á myndina hér að neðan.
|
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
October 2024
Categories |