Í nýjasta hefti Marine Ecology Progress Series er afurð samstarfs Náttúrustofunnar í verkefnin Seatrack á fæðuatferli toppskarfa að vetri. Nálgast má greinina með því að smella á myndina hér að neðan: Ágrip: Tegundir sem verpa á háum breiddargráðu standa frammi fyrir verulegri áskorun um að lifa veturinn af. Slíkar aðstæður eru sérstaklega erfiðar fyrir dægurtegundir eins og sjóflugla, með jafnheitt blóð, sem lifa á sjó. Því er vert að spyrja til hvaða atferlisfræðilegu aðferða slíkar tegundir taka til að hámarka lífslíkur sínar. Í rannsókninni prófuðum við þrjár tilgátur fyrir slíkar tegundir: (1) þær flytjast á lægri breiddargráður til að nýta lengri daglengd (elta sólina), (2) þær nærast á nóttunni eða (3) þær halda sig á góðum fæðulendum til að lágmarka tíma við fæðunám ("veislutilgátan"). Í rannsókninni könnuðum við vetrarfar- og fæðuatferli toppskarfa frá 6 sjófuglabyggðum, allt frá tempraða beltinu norður að heimskautsbaug, með hnattritum sem settir voru út á 11 ára tímabili. Við fundum vísbendingar um sóleltandi, þar sem far suður á bóginn var að meðaltali mest meðal fugla frá hærri breiddargráðum. Þeir toppskarfar sem halda sig á norðlægum breiddargráðum yfir veturinn nýta sér hins vegar hin löngu ljósaskipti til fæðunáms, þ.e. þegar sólar nýtur ekki við og sleppa við að nærast á nóttinni. Á lægri breiddargráðum voru litlar vísbendingar um að einstaklingar stunduðu far suður og þeir virtust fá næga dagsbirtu til að sinna fæðunámi, þeir þurftu því hvorki að nýta sér ljósaskiptin né næturnar til fæðunáms. Engar vísbendingar um að fæðunámstími væri lægstur á hærri breiddargráðum, eins og spáð var í veislutilgátunni. Niðurstöður okkar benda til þess að toppskarfar noti mismunandi aðferðir til fæðunáms til að lifa veturinn af út frá birtutíma yfir útbreiðslusvæði sitt. Rannsókn okkar varpar ljósi á gildi þess í rannsóknum að bera saman gögn úr mörgum sjófuglabyggðum við prófanir á lykiltilgátum til að skýra seiglu stofna sjófuglategunda sem eiga sér stað á stórum landfræðilegum skölum.
0 Comments
|
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
October 2024
Categories |