Uppbyggingarsjóður Suðurnesja úthlutaði 39 verkefnastyrkjum fyrir árið 2020 fyrir samtals 45 milljónum króna. Umsóknir um styrki voru 65 talsins fyrir 167 milljónir króna. Verkefni sem falla undir menningu og listir fengu úthlutað 28 milljónum króna en atvinnu- og nýsköpun 17 milljónum króna. Greint var frá úthlutun styrkþega nú síðdegis á Park Inn hótelinu. Náttúrustofan hlaut styrk að þessu sinni fyrir verkefnið Heilbrigði hafna á Suðurnsjum, ásamt Rannsóknasetri HÍ á Suðurnesjum og Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja.
0 Comments
|
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
November 2024
Categories |