Grein um sjö nýjar framandi tegundir möttuldýra (e. ascidians) við Ísland er nú komin út í tímaritinu BioInvasions Records. Fimm af þessum sjö tegundum fundust í vöktunarverkefni Náttúrustofu Suðvesturland á höfnum hér við land sem staðið hefur yfir sl. tvö ár. Niðurstöðurnar varpar ljósi á stöðuna í dag. Enn sem komið er virðast allar tegundirnar bundnar við SV-land og eru misútbreiddar þar. Þess ber að geta að allar tegundirnar eru þekktar ágengar tegundir sem hafa valdið skaða víða um heim. Áhugasamir geta nálgast greinina með því að smella á myndina hér til hliðar. Verkefnið var að hluta styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja sem gerði þessa rannsókn mögulega. Þökkum Uppbygginarsjóðnum kærlega fyrir stuðninginn.
0 Comments
Í Morgunblaðinu í dag birtist viðtal um rannsóknir Náttúrustofu Suðvesturlands, Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum og samstarfsaðila á grjótkrabba við Ísland og um nýlega grein þeirra sem birtist í vísindariti ICES Journal of Marine Science.
Í Morgunblaðinu í dag birtist umfjöllun um rannsóknir Náttúrustofu Suðvesturlands og samstarfsaðila á framandi tegundum í sjó við Ísland. Rætt er við Sindra Gíslason um nýjar tegundir möttuldýra sem fundist hafa við landið á undanförnum árum og mikilvægi vöktunar og rannsókna í þessum fræðum.
Grjótkrabbinn fannst, eins og kunnugt er orðið, fyrst í Hvalfirði árið 2006. Útbreiðsla hans um grunnsævi Íslands hefur verið með eindæmum hröð og spannar hún nú yfir 70% af strandlengjunni, frá Faxaflóa réttsælis umhverfis landið allt austur á firði. Vöktun krabbans á föstum sniðum í Faxaflóa hefur sýnt stöðuga aukningu hans í aflahlutdeild, á kostnað bogkrabba og trjónukrabba, en aukningin var t.d. komin upp í 95% í Hvalfirði árið 2019. Greinin er aðgengileg með því að smella á myndina hér að neðan: |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
October 2024
Categories |