Grein um sjö nýjar framandi tegundir möttuldýra (e. ascidians) við Ísland er nú komin út í tímaritinu BioInvasions Records. Fimm af þessum sjö tegundum fundust í vöktunarverkefni Náttúrustofu Suðvesturland á höfnum hér við land sem staðið hefur yfir sl. tvö ár. Niðurstöðurnar varpar ljósi á stöðuna í dag. Enn sem komið er virðast allar tegundirnar bundnar við SV-land og eru misútbreiddar þar. Þess ber að geta að allar tegundirnar eru þekktar ágengar tegundir sem hafa valdið skaða víða um heim. Áhugasamir geta nálgast greinina með því að smella á myndina hér til hliðar. Verkefnið var að hluta styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja sem gerði þessa rannsókn mögulega. Þökkum Uppbygginarsjóðnum kærlega fyrir stuðninginn.
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
November 2024
Categories |