Í dag varði Holly Solloway með miklum sóma meistararitgerð sína Marine litter as a vector for fouling species in the Southwest, Westfjords, and Northeast regions of Iceland í haf-og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Leiðbeinendur hennar í verkefninu voru þau Dr. Sindri Gíslason og Dr. Joana Micael. Prófdómari var Dr. James Kennedy. Hér má lesa ágrip ritgerðarinnar: "Rusl í hafi er orðið alþjóðlegt umhverfisvandamál með auknum vísbendingum um áhrif þess á heimshöf og strandsvæði. Í þessari rannsókn er sjónum beint að sjávarrusli sem flutningsmáta fyrir ásetutegundir (e. fouling species) sem og dreifingu og samsetningu þess á þremur landssvæðum - Suðvesturlandi, Vestfjörðum og Norðausturlandi. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að plastrusl var algengasta tegundin af sjávarrusli sem fannst, hvort sem það var með ásetur eða ekki. Uppruni þess rusls sem fannst á ströndum var aðallega af landrænum uppruna, en það rusls sem hafði ásetur var mest upprunnið úr sjávartengdum iðnaði. Á þeim átta rannsóknarsvæðum sem skoðuð voru fundust yfir 79.000 einstaklingar og 92 tegundir á rusli í fjörum. Á Suðvesturlandi var bæði hæsti þéttleiki rusls og mest af ásetutegundum á rusli. Hins vegar var mest fjölbreytni og tegundajafnræði á Vestfjörðum. Ásetutegundir úr alls sex fylkingunum voru greindar, þ.e. liðormar, liðdýr, mosadýr, seildýr, holdýr og lindýr. Holdýr voru algengustu áseturnar á suðvestur- og norðaustursvæðum. Hins vegar voru liðormar með hæsta ásetuhlutfallið á Vestfjörðum. Tölfræðileg marktæk tengsl voru einnig greind á milli: tegundaauðgi og svæða, þéttleika og svæða, efnisgerðar og yfirborðsgrófleika- og þykktar. Niðurstöðurnar undirstrika þörfina fyrir áframhaldandi vöktun á sjávarrusli við Ísland og mikilvægi þess að innleiða árangursríkrar stjórnunaraðferðir til að draga úr áhrifum þess á lífríki sjávar og stranda."
0 Comments
Starfsfólk Náttúrustofunnar tók þátt í 56 ráðstefnu EMBS sem haldin var í Reykjavík dagana 4.-8.september á Hótel Natura. Til gamans má nefna að EMBS hélt síðast ráðstefnu á Íslandi fyrir 21 ári. Dagskrá ráðstefnunar er fjölbreytt og lét starfsfólk Náttúrustofunnar sig ekki vanta og kynntu þau Sindri og Joana eftirfarandi tvö rannsóknarefni um framandi tegundir á Íslandi í nafni stofunnar. Annars vegar um landnám sindraskelja á Íslandi og hins vegar tímgun framandi möttuldýra við Ísland, erindin báru titlana:
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna HÉR. Grein okkar Mollusc on the move; First record of the Newfoundland’s razor clam, Ensis terranovensis Vierna & Martínez-Lage, 2012 (Mollusca; Pharidae) outside its native range birtist í vísindaritinu Bioinvasion Records í dag.
Greinin segir frá fyrstu staðfestu eintökum sindraskelja hér við land. Fundurinn er um margt áhugaverður því tegundin hefur hingað til aðeins fundist á Nýfundnalandi, en þar var tegundinni fyrst lýst árið 2012. Hér er því um fyrsta fund utan náttúrulegra heimkynna tegundarinnar. Sindraskelin hefur að öllum líkindum borist til Íslands á lirfustigi með kjölfestuvatni. Miðað við stærð eintaka sem fundist hafa á Íslandi er líklegt að tegundin hafi borist til landsins fyrir a.m.k. 5-10 árum. Gera má ráð fyrir að nú sé hér lífvænlegum stofn sem líklegt er að komi til með að breiðast út með ströndum landsins. Um er að ræða samstarfsverkefni Hafrannsóknastofnunar, Náttúruminjasafns Íslands, Matís og Náttúrustofu Suðvesturlands. Náttúrustofa Suðvesturlands hefur umsjón með vöktun og rannsóknum sindrskelja við Ísland og má lesa betur um verkefnið HÉR. Nálgast má greinina með því að smella á myndina hér að neðan: |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
November 2024
Categories |