Grein okkar Mollusc on the move; First record of the Newfoundland’s razor clam, Ensis terranovensis Vierna & Martínez-Lage, 2012 (Mollusca; Pharidae) outside its native range birtist í vísindaritinu Bioinvasion Records í dag.
Greinin segir frá fyrstu staðfestu eintökum sindraskelja hér við land. Fundurinn er um margt áhugaverður því tegundin hefur hingað til aðeins fundist á Nýfundnalandi, en þar var tegundinni fyrst lýst árið 2012. Hér er því um fyrsta fund utan náttúrulegra heimkynna tegundarinnar. Sindraskelin hefur að öllum líkindum borist til Íslands á lirfustigi með kjölfestuvatni. Miðað við stærð eintaka sem fundist hafa á Íslandi er líklegt að tegundin hafi borist til landsins fyrir a.m.k. 5-10 árum. Gera má ráð fyrir að nú sé hér lífvænlegum stofn sem líklegt er að komi til með að breiðast út með ströndum landsins. Um er að ræða samstarfsverkefni Hafrannsóknastofnunar, Náttúruminjasafns Íslands, Matís og Náttúrustofu Suðvesturlands. Náttúrustofa Suðvesturlands hefur umsjón með vöktun og rannsóknum sindrskelja við Ísland og má lesa betur um verkefnið HÉR. Nálgast má greinina með því að smella á myndina hér að neðan:
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
December 2024
Categories |