Dagana 29. og 30. ágúst var haldið námskeið á Náttúrustofu Suðvesturlands í sýnatökum í fjöruvistgerðum. Námskeiðið var ætlað starfsfólki náttúrustofanna og er hluti af þjálfun þess í tengslum við verkefnið Vöktun náttúruverndarsvæða, samstarfsverkefni náttúrustofa og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Fyrri dag námskeiðsins var farið í bæði þangfjöru og leiru og aðferðir sýndar og prófaðar, auk þess sem farið var í helstu þörungagreiningar. Seinni daginn var unnið úr þeim sýnum sem tekin voru og greint úr þeim bæði í hópa- og tegundir. Hópurinn fékk hressilega lægð á meðan námskeiðinu stóð með tilheyrandi roki og rigningu, en veðrið fékk lítið á mannskapinn enda náttúrufræðingar öllu vanir þegar kemur að útivinnu. Þökkum við félögum okkar á náttúrustofunum og NÍ fyrir ánægjulega samveru.
0 Comments
Í nýjasta tölublaði Fiskifrétta sem út kom í dag 25.ágúst er fjallað um vöktun Náttúrustofunnar og Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum á grjótkrabba í Faxaflóa,
Starfsmenn Náttúrustofunnar og Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum fóru í dag með nemendur á þriðja ári í líffræði við Háskóla Íslands í sýnatökur á Sundin við Reykjavík. Sjóferðin er hluti af fjölbreyttu og umfangsmiklu vettvangsnámskeiði í vistfræði. Þetta er sjötta árið sem nemendum hefur boðist að fara á sjó með okkur og fá innsýn í rannsóknarvinnu okkar og fá kost á að læra réttu handtökin. Gerast nemendur í vettvangsnámskeiðinu því þáttakendur í mikilvægri vöktun á stofnbreytingum á hinum nýja landnema grjótkrabba. Nemendur fengu ljómandi fínt veður og stóðu sig með mikilli prýði. Í nýrri yfirlitsgrein okkar í vísindaritinu Polar Biology er fjallað um fjölbreytileika mosadýra (Bryozoa) við Ísland. Um er að ræða alþjóðlegt samstarfsverkefni sem Náttúrustofan leiddi.
Ávöxtur þessa verkefnis er uppfærður heildarlisti yfir mosadýrategundir við Ísland. Alls eru nú skráðar 288 tegundir mosadýra við Ísland, þar af 67 nýjar skráningar við Ísland og þrjár tegundir sem mögulega eru framandi tegundir. Slíkur fjölbreytileiki er tiltölulega hár í samanburði við önnur hafsvæði, samt má búast við við því að hann sé í raun enn hærri - en frekari rannsóknir þarf til að leiða það í ljós. Mestur fjöldi tegunda (71) var skráður grynnst (0–100m), en það er líklegast vegna flókinna þátta þar á meðal mikillar frumframleiðni þess svæðis. Sem fyrr segir leiðir rannsóknin í ljós skráningu fjölda nýrra tegunda við Ísland, sem sýnir hversu lítið er vitað um fjölbreytileika mosdýra og vistfræðilega þætti þeirra á jafn mikilvægu svæðum og Íslandsmið eru. Þetta er upphafspunktur fyrir frekari ítarlegar rannsóknir á þessum sérstaka hópi lífvera. Smella má á myndina til að nálgast greinina: |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
December 2024
Categories |