Dagana 29. og 30. ágúst var haldið námskeið á Náttúrustofu Suðvesturlands í sýnatökum í fjöruvistgerðum. Námskeiðið var ætlað starfsfólki náttúrustofanna og er hluti af þjálfun þess í tengslum við verkefnið Vöktun náttúruverndarsvæða, samstarfsverkefni náttúrustofa og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Fyrri dag námskeiðsins var farið í bæði þangfjöru og leiru og aðferðir sýndar og prófaðar, auk þess sem farið var í helstu þörungagreiningar. Seinni daginn var unnið úr þeim sýnum sem tekin voru og greint úr þeim bæði í hópa- og tegundir. Hópurinn fékk hressilega lægð á meðan námskeiðinu stóð með tilheyrandi roki og rigningu, en veðrið fékk lítið á mannskapinn enda náttúrufræðingar öllu vanir þegar kemur að útivinnu. Þökkum við félögum okkar á náttúrustofunum og NÍ fyrir ánægjulega samveru.
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
March 2025
Categories |