Í liðinni viku tók Náttúrustofa Suðvesturlands þátt í vinnustofu BIODICE um líffræðilegan fjölbreytileika. Markmið vinnustofunnar var að greina og ræða málefni líffræðilegrar fjölbreytni í víðu samhengi eins og hún birtist í íslenskri stjórnsýslu. Viðfangsefnið tengist sérstaklega verkefninu Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda, þar sem meta á stöðu mála varðandi innleiðingu stefnu samnings Sameinuðu Þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni 2022, Global Biodiversity Framework (GBF), á Íslandi, Danmörku og Finnlandi.
Vinnustofan tókst með eindæmum vel, en um var að ræða fyrstu vinnustofuna af nokkrum sem tengjast munu verkefninu Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda.
0 Comments
Það er okkur ánægja að segja frá því að Náttúrustofan er þátttakandi í EULVA verkefninu (European Ulva Taxonomy Initiative). Um er að ræða stórt samevrópskt verkefni sem miðar að því að gera ítarlegt mat á fjölbreytileika grænþörunga innan Ulva ættikvíslarinnar á evrópskan mælikvarða, byggt á erfðafræðilegum gögnum. Ulva er án efa ein algengasta, útbreiddasta og þekktasta ættkvísl þangs í heiminum. Eins og staðan er í dag á heimsvísu er enn verulegur þekkingarskortur á raunverulegum tegundafjölbreytileika innan ættkvíslarinnar, á það jafnframt við á vel könnuðum svæðum eins og í Evrópu. Á meðfylgjandi mynd má sjá þáttökulönd í verkefninu. Frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér: https://sites.google.com/view/eulva/ |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
October 2024
Categories |