Grein okkar Establishment and proliferation under climate change: temperate tunicates in south-western Iceland birtist í vísindaritinu Marine and Freshwater Research í dag.
Greinin fjallar um tvær tegundir framandi möttuldýra sem nýlega hafa numið hér land, þ.e. stjörnumöttul og hlaupskorpumöttul. Báðar tegundirnar eru þekktir skaðvaldar víða um heim og því brýnt að skilja hvernig þær hegða sér í nýjum heimkynnum á Íslandi. Tímgun tegundanna var skoðuð yfir 12 mánaða tímabil og egg og lirfur þeirra taldar. Nú liggur því fyrir gott mat á því hvernig tímgun tegundanna tveggja er á ársgrundvelli. Þetta eru sérlega mikilvægar upplýsingar ef stjórnvöld eða aðrir hagsmunaaðilar hyggjast t.d. ráðast í mótvægisaðgerðir. Þá liggur fyrir hvenær árs vænlegast er til árangurs að ráðast í aðgerðir sem miða að því að uppræta eða hamla frekari útbreiðslu þessara framandi tegunda. Áhugasamir geta séð myndir og þekkta útbreiðslu tegundanna við Ísland hér. Nálgast má greinina með því að smella á myndina hér að neðan:
0 Comments
Karratalningar fara nú fram um land allt. Þessi árstími hentar einkar vel því á vorin eru karrar mjög áberandi, tylla sér á háa staði, hreykja sér hátt og verja sín óðul. Út frá þessum talningum er stofnvísitala rjúpnastofnsins metin. Gengin eru ákveðin snið á varpsvæðum rjúpunnar og þannig er hægt að meta breytileika milli ára í stofnvistfræði hennar. Í gær lauk talningum Náttúrustofunnar á Reykjanesi. Að verkefninu koma fjölmargir aðilar á landsvísu en um samvinnuverkefni er að ræða og hefur Náttúrufræðistofnun Íslands yfirumsjón með verkefninu. Ársskýrsla Náttúrustofu Suðvesturlands 2021 er nú komin út. Í skýrslunni gefur að líta fjölbreytta starfsemi stofunnar á liðnu ári. Áhugasamir geta nálgast skýrsluna með því að smella á myndina hér að neðan.
|
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
October 2024
Categories |