Starfsmenn Náttúrustofunnar og Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum fóru í gær með nemendur á þriðja ári í líffræði við Háskóla Íslands í sýnatökur á Sundin við Reykjavík. Sjóferðin er hluti af fjölbreyttu og umfangsmiklu vettvangsnámskeiði í vistfræði. Þetta er fimmta árið sem nemendum hefur boðist að fara á sjó með okkur. Fá nemendurnir innsýn í rannsóknarvinnu okkar og fá kost á að læra réttu handtökin. Gerast nemendur í vettvangsnámskeiðinu því þáttakendur í mikilvægri vöktun á stofnbreytingum á hinum nýja landnema grjótkrabba. Nemendur fengu fínasta veður og stóðu sig með mikilli prýði.
0 Comments
Við fengum skemmtilega heimsókn til okkar í gær. Ríkistjórnin var í formlegri heimsókn um Suðurnesin og leit við hjá okkur og kynnti sér þá fjölbreyttu rannsókna- og fræðslustarfsemi sem á sér stað á Garðvegi 1. Grein okkar Native vs. non-indigenous macroalgae in Iceland: The state of knowledge er nú komin út í vísindaritinu Regional Studies in Marine Science. Eins og titill greinarinnar gefur vísbendingu um fjallar hún um núverandi vitneskju okkar á innlendum og framandi stórþörungum við Ísland.
Nálgast má greinina með því að smella á myndina hér að neðan: |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
November 2024
Categories |