Í Samfélaginu á Rás 1 í dag þann 17.mars fór Guðumundur Pálsson yfir ýmislegt er viðkemur framandi tegundum í sjó við Ísland með Sindra Gíslasyni forstöðumanni Náttúrustofunnar.
Viðtalið má nálgast með því að smella á myndina hér að neðan (hefst 23:23).
0 Comments
Stjórn samráðsvettvangs um þekkingarsköpun vegna áhrifa loftslagsbreytinga bauð til samtals fimmtudaginn 16. mars á Icelandair Hotel Natura.
Hlutverk vettvangsins er: • Að hvetja til samræðu um áherslur og samstarf í greiningum og rannsóknastarfi vegna áhrifa loftslagsbreytinga. • Að tryggja yfirsýn yfir þekkingarsköpun um áhrif loftslagsbreytinga á náttúru, samfélag, lífríki og haf umhverfis Ísland með tilliti til mismunandi forma og tegunda þekkingar frá hugvísindum og listum til raunvísinda og frá sögnum og fagþekkingu til útgefinna fræði- og vísindagreina. Dagskráin var fjölbreytt og meðal fyrirlesara var Sindri forstöðumaður Náttúrustofunnar og fjallaði hann um framandi tegundir í sjó hér við land. Upptöku af málþinginu má nálgast með því að smella á myndina hér að neðan. Ársfundur vinnuhóps Alþjóðahafrannsóknaráðsins um flutning og landnám framandi tegunda (ICES WGITMO) var haldinn í Aþenu 6.–8. mars síðastliðinn. Sem fyrr var einn fundardagur sameininlegur með vinnuhópi ICES um kjölfestuvatn og aðrar flutningsleiðir framandi tegunda (ICES WGBOVS). Sérfræðinganefnd ITMO fór yfir stöðu mála í heiminum og þau samstarfsverkefni sem unnin eru innan hópsins. Áhersla var lögð á mikilvægi hertrar löggjafar og fræðslu í baráttunni við útbreiðslu framandi tegunda. Sindri Gíslason forstöðumaður Náttúrustofunnar kynnti stöðu mála á Íslandi og þau rannsóknverkefni sem unnið er að hér á landi. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist er ljóst að mikið verk er enn fyrir höndum á heimsvísu. Flutningur framandi tegunda er eitt af stærstu umhverfisvandamálum heimsins í dag og skeytingaleysi gagnvart vandamálinu er enn of almennt. Grein okkar Recent spread of non-indigenous ascidians (Chordata: Tunicata) through Icelandic harbours birtist í vísindaritinu Marine Biology Research í dag.
Í greinni er greint frá útbreiðslu sjö framandi tegunda möttuldýra í höfnum við Ísland, sem og fyrsta fundi og landnámi Ascidiella scabra við Ísland. Stærstur hluti þessara möttuldýrategunda sem hér um ræðir er orðinn útbreiddur um heiminn og finnast ekki aðeins um allt Atlantshafið, heldur einnig í Norðvestur-Kyrrahafi og tempruðu Ástralíu. Þetta er ógnvænleg þróun og sýnir að aukin einsleitni strandsvæða er að koma fram á heimsvísu. Líklegt er að hækkun yfirborðshitastigs sjávar, sem knúin er af loftslagsbreytingum, muni líklega halda áfram að styðja við þróun þessarar atburðarásar sem leiðir til taps á líffræðilegum fjölbreytileika og getur stofnað lifandi auðlindum okkar í hættu með alvarlegum efnahagslegum áhrifum. Nálgast má greinina með því að smella á myndina hér að neðan: |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
November 2024
Categories |