Ársfundur vinnuhóps Alþjóðahafrannsóknaráðsins um flutning og landnám framandi tegunda (ICES WGITMO) var haldinn í Aþenu 6.–8. mars síðastliðinn. Sem fyrr var einn fundardagur sameininlegur með vinnuhópi ICES um kjölfestuvatn og aðrar flutningsleiðir framandi tegunda (ICES WGBOVS). Sérfræðinganefnd ITMO fór yfir stöðu mála í heiminum og þau samstarfsverkefni sem unnin eru innan hópsins. Áhersla var lögð á mikilvægi hertrar löggjafar og fræðslu í baráttunni við útbreiðslu framandi tegunda. Sindri Gíslason forstöðumaður Náttúrustofunnar kynnti stöðu mála á Íslandi og þau rannsóknverkefni sem unnið er að hér á landi. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist er ljóst að mikið verk er enn fyrir höndum á heimsvísu. Flutningur framandi tegunda er eitt af stærstu umhverfisvandamálum heimsins í dag og skeytingaleysi gagnvart vandamálinu er enn of almennt.
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
November 2024
Categories |