Ánægjulegt að segja frá því að Dr. Joana Micael starfsmaður Náttúrustofunnar er annar tveggja höfunda nýrrar greinar sem birtist í nýjasta hefti vísindaritsins IBIS. En hún og Dr. Pedro Rodrigues eiginmaður hennar segja þar frá mikilvægi gúanós (lífrænt set myndað úr saur sjófugla) í stækkun og velmegun Inkaveldisins. Greinin hefur vakið gríðarmikla athygli og hefur m.a. verið fjallað um hana í Forbes.
Meðfylgjandi er ágrip greinarinnar á íslensku en áhugasömum er bent á að lesa greinina í heild, en hana má nálgast HÉR. "Inka heimsveldið var stærsta forna siðmenningin í Suður-Ameríku, náði það yfir hátt í 4000 km af fjölbreyttu landsvæði sem náði frá Kyrrahafsströndinni til Andesfjalla, og yfir mestalla eyðimörkin þar á milli. Rannsóknin sýnir mikilvægi gúanó fugla (Leucocarbo bougainvillii, Pelecanus thagus og Sula variegata) fyrir stækkun og velmegun Inkaveldisins. Notkun gúanós sem áburðar var grundvöllur þess að viðhalda landbúnaðarþróun heimsveldisins og hefur því jafnframt verið haldið fram að gúanóið hafi verið grunnurinn að örum vexti veldisins. Aðgangur að gúanói á strandeyjum, sem síðan var flutt hátt upp til fjalla á meginlandinu, veitti meira en 8 milljónum íbúa fæðuöryggi. Mikilvægi gúanó fugla Inkaveldisins leiddi til þróunar stjórnunaráætlana, byggðum á hegningarlögum, sem miðuðu að því að varðveita þessar fuglategundir og náttúruleg búsvæði þeirra. Þessar verndaraðgerðir eru mögulega alfyrstu verndarráðstafanir í mannkynsögunni sem byggðar eru á mikilvægi tegunda fyrir athafnir manna og lífsviðurværi."
0 Comments
Starfsmenn Náttúrustofunnar og Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum fóru á dögunum með nemendur á þriðja ári í líffræði við Háskóla Íslands í sýnatökur á Sundin við Reykjavík. Sjóferðin er hluti af fjölbreyttu og umfangsmiklu vettvangsnámskeiði í vistfræði. Þetta er fjórða árið sem nemendum hefur boðist að fara á sjó með okkur. Fá nemendurnir innsýn í rannsóknarvinnu okkar og fá kost á að læra réttu handtökin. Gerast nemendur í vettvangsnámskeiðinu því þáttakendur í mikilvægri vöktun á stofnbreytingum á hinum nýja landnema grjótkrabba. Nemendur fengu frábært veður og stóðu sig með mikilli prýði. Aðstæður voru sérstakar í ljósi Covid-ástandsins í samfélaginu svo passað var upp á fjarlægðartakmarkanir milli allra eins og unnt var. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
October 2024
Categories |