Náttúrustofa Suðvesturlands
  • Um stofuna
    • Starfsfólk
    • Stjórn
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Framandi sjávarlífverur við Ísland
    • MNIS
    • Grjótkrabbi við Ísland
    • Sindraskel við Ísland
    • SEATRACK
    • Vöktun bjargfugla á Reykjanesskaga
    • Rjúpnavoktun
    • Fiðrildavöktun
    • Vöktun á saurkólígerlamengun á Suðurnesjum
    • Kortlagning fjara á Reykjanesskaga
    • Árstíðabreytingar á ífánu algengra vistgerða í fjöru
    • Fuglaflensa og heilbrigði fugla á Íslandi
    • Búsvæða- og fæðuval fjörufugla
    • Flokkunarfræðileg staða undirtegunda meðal íslenskra fugla
    • Vistfræði máfa
    • Súlur
    • Farhætti íslenskra kjóa
    • Rannsóknir á varpi æðarfugls
    • Kyngreining og kynjahlutföll sendlinga
    • Fuglastígur á Reykjanesskaga
    • Eldfjallagarður á Reykjanesskaga
    • Þjóðgarðar í sjó
  • Útgáfa
    • Ritrýndar vísindagreinar
    • Ársskýrslur
    • Skýrslur og fleira
    • Veggspjöld
    • Fyrirlestrar
    • Náttúrustofan í fjölmiðlum
    • Nemendaverkefni
  • Tenglar
  • English

Bjargfuglavöktun

6/25/2021

0 Comments

 
Í gær var farið í fyrri ferð hinnar árlegu bjargfuglavöktunar á Suðurnesjum. Krýsuvíkurberg er í dag eina fuglabjargið sem vaktað er á suðvesturhorninu og er jafnframt það langstærsta, en áður var einnig talið í Valahnúk, Hafnabergi og Hólmsbergi,

Vöktunin gengur þannig fyrir sig að teknar eru myndir á föstum sniðum og út frá myndunum er skráður fjöldi rituhreiðra, fýlssetra og svartfugla. Einnig er talinn fjöldi svartfugla á sjó á staðnum til að finna út hlutfall tegunda sem sjást á myndunum. Farið er aftur seinna á varptíma til að áætla varpárangur hjá ritu og er hann áætlaður á staðnum. Bjargfuglavöktunin fer fram víðsvegar um land í samstarfi við aðrar náttúrustofur og hefur Náttúrustofa Norðausturlands nú yfirumsjón með verkefninu.

0 Comments

Nýtt starfsfólk á Náttúrustofunni

6/24/2021

0 Comments

 
Ánægjulegt að segja frá því að í maí síðastliðnum fjölgaði heldur betur í starfsliði Náttúrustofunnar. Þau Ólafur Páll Jónsson jarðfræðingur og Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir líffræðingur hófu þá störf á stofunni. Þau Óli og Sæunn vinna að fjölbreyttum verkefnum stofunnar og má þar nefna Vöktun náttúruverndarsvæða, Úttekt á ferðamannastöðum á Reykjanesskaga, vöktun á framandi tegundum, fiðrilda- og fuglavöktun.

Við bjóðum þau Óla og Sæunni hjartanlega velkomin til starfa.
Picture
Sæunn og Óli við Krýsuvíkurberg.
0 Comments

Grjótkrabbavöktun hafin 15. árið

6/21/2021

0 Comments

 
Fimmtánda vöktunarár grjótkrabba í Faxaflóa er nú hafið. Náttúrustofan og Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum halda utan um vöktunina. Byggist vöktunin á gildruveiðum fullorðinna krabba og eins á  svifsýnatökum með háfum til að fylgjast með fjölda lirfa í uppsjó. Ljóst er  á gildruveiðum að grjótkrabbinn er hvergi að gefa eftir og er sem fyrr ráðandi í afla, með yfir 90% í aflahlutdeild. Sýkingarhlutfall er sem fyrr hlutfallslega hátt og unnið er að því  í samstarfi við sérfræðinga á Keldum að greina hvað henni veldur.

Hér að neðan má sjá myndir úr fyrsta leiðangri þessa vöktunarárs.
0 Comments

Verkefnið Vöktun náttúruverndarsvæða kynnt formlega við Vífilstaðavatn

6/9/2021

0 Comments

 
Verkefnið Vöktun náttúruverndarsvæða var formlega kynnt við Vífilstaðavatn þann 1. júní síðastliðinn. Gott er að vekja athygli á þessu brýna verkefni sem nær til náttúruverndarsvæða um land allt. Vöktunin er samstarfsverkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands, náttúrustofanna átta og umsjónarstofnana friðlýstra svæða. Umhverfisráðherra kynnti verkefnið fyrir viðstöddum auk þess sem eitt þeirra fjölmörgu verkefna sem um ræðir, Rannsókn á áhrifum umferðar manna á varpárangur flórgoða, var kynnt af Sindra Gíslasyni forstöðumanni Náttúrustofu Suðvesturlands. En það tiltekna verkefni er unnið í samstarfi tveggja náttúrustofa, Náttúrustofu Suðvesturlands og Náttúrustofu Norðausturlands.

Fréttastofa RÚV var á staðnum og tók viðtal við umhverfisráðherra og Sindra um verkefnið.
Sjá má fréttina með því að smella á myndina af flórgoðaparinu hér að neðan.

Picture
Hér að neðan má svo sjá nokkrar myndir sem Sigríður Halldórsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra tók á kynningunni við Vífilstaðavatn.
0 Comments

    Náttúrustofa Suðvesturlands

    Fréttir af daglegri starfsemi stofunnar

    Archives

    December 2022
    November 2022
    October 2022
    August 2022
    July 2022
    May 2022
    March 2022
    January 2022
    December 2021
    October 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    August 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    January 2020
    December 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    May 2019
    March 2019
    December 2018
    November 2018
    July 2018
    May 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    November 2017
    July 2017

    Categories

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Um stofuna
    • Starfsfólk
    • Stjórn
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Framandi sjávarlífverur við Ísland
    • MNIS
    • Grjótkrabbi við Ísland
    • Sindraskel við Ísland
    • SEATRACK
    • Vöktun bjargfugla á Reykjanesskaga
    • Rjúpnavoktun
    • Fiðrildavöktun
    • Vöktun á saurkólígerlamengun á Suðurnesjum
    • Kortlagning fjara á Reykjanesskaga
    • Árstíðabreytingar á ífánu algengra vistgerða í fjöru
    • Fuglaflensa og heilbrigði fugla á Íslandi
    • Búsvæða- og fæðuval fjörufugla
    • Flokkunarfræðileg staða undirtegunda meðal íslenskra fugla
    • Vistfræði máfa
    • Súlur
    • Farhætti íslenskra kjóa
    • Rannsóknir á varpi æðarfugls
    • Kyngreining og kynjahlutföll sendlinga
    • Fuglastígur á Reykjanesskaga
    • Eldfjallagarður á Reykjanesskaga
    • Þjóðgarðar í sjó
  • Útgáfa
    • Ritrýndar vísindagreinar
    • Ársskýrslur
    • Skýrslur og fleira
    • Veggspjöld
    • Fyrirlestrar
    • Náttúrustofan í fjölmiðlum
    • Nemendaverkefni
  • Tenglar
  • English