Verkefnið Vöktun náttúruverndarsvæða var formlega kynnt við Vífilstaðavatn þann 1. júní síðastliðinn. Gott er að vekja athygli á þessu brýna verkefni sem nær til náttúruverndarsvæða um land allt. Vöktunin er samstarfsverkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands, náttúrustofanna átta og umsjónarstofnana friðlýstra svæða. Umhverfisráðherra kynnti verkefnið fyrir viðstöddum auk þess sem eitt þeirra fjölmörgu verkefna sem um ræðir, Rannsókn á áhrifum umferðar manna á varpárangur flórgoða, var kynnt af Sindra Gíslasyni forstöðumanni Náttúrustofu Suðvesturlands. En það tiltekna verkefni er unnið í samstarfi tveggja náttúrustofa, Náttúrustofu Suðvesturlands og Náttúrustofu Norðausturlands. Fréttastofa RÚV var á staðnum og tók viðtal við umhverfisráðherra og Sindra um verkefnið. Sjá má fréttina með því að smella á myndina af flórgoðaparinu hér að neðan. Hér að neðan má svo sjá nokkrar myndir sem Sigríður Halldórsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra tók á kynningunni við Vífilstaðavatn.
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
November 2024
Categories |