Náttúrustofa Suðvesturlands
  • Um stofuna
    • Starfsfólk
    • Stjórn
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Framandi sjávarlífverur við Ísland
    • MNIS
    • Grjótkrabbi við Ísland
    • Sindraskel við Ísland
    • Svartserkur við Ísland
    • SEATRACK
    • Vöktun bjargfugla á Reykjanesskaga
    • Rjúpnavoktun
    • Fiðrildavöktun
    • Vöktun á saurkólígerlamengun á Suðurnesjum
    • Kortlagning fjara á Reykjanesskaga
    • Árstíðabreytingar á ífánu algengra vistgerða í fjöru
    • Fuglaflensa og heilbrigði fugla á Íslandi
    • Búsvæða- og fæðuval fjörufugla
    • Flokkunarfræðileg staða undirtegunda meðal íslenskra fugla
    • Vistfræði máfa
    • Súlur
    • Hnyðlingar á Reykjanesskaga
    • Farhætti íslenskra kjóa
    • Rannsóknir á varpi æðarfugls
    • Kyngreining og kynjahlutföll sendlinga
    • Fuglastígur á Reykjanesskaga
    • Eldfjallagarður á Reykjanesskaga
    • Þjóðgarðar í sjó
  • Útgáfa
    • Ritrýndar vísindagreinar
    • Ársskýrslur
    • Skýrslur og fleira
    • Veggspjöld
    • Fyrirlestrar
    • Náttúrustofan í fjölmiðlum
    • Nemendaverkefni
  • Tenglar
  • English

Samfélagið - Sindraskel

10/20/2023

0 Comments

 
Í Samfélaginu á Rás 1 í dag þann 20.mars ræddu þau Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðumundur Pálsson um hinn nýja landnema sindraskel við Sindra Gíslason forstöðumanni Náttúrustofunnar.

Viðtalið má nálgast með því að smella á myndina hér að neðan:

Picture
0 Comments

Ný grein um stöðu verklags við innflutning skrautfiska og vatnadýra til Íslands og mögulega ógn

10/17/2023

0 Comments

 
Landnám framandi tegunda er undir áhrifum af mannlegum athöfnum og mótast í takti við þær. Viðskipti með lífverur sem fela í sér flutning þeirra, sem getur leitt til landnáms þeirra á nýjum svæðum, teljast til þessara athafna. Í alþjóðaverslun skrautfiska og vatnadýra eru þúsundir tegunda fluttar um heim allann og því er hættan fyrir hendi á að óæskilegum lífverum gæti verið sleppt í vistkerfin með skaðlegum vistfræðilegum og efnahagslegum áhrifum.

Til að kanna stöðuna á Íslandi var úrval gæludýraverslana á skrautfiskum og vatnadýrum skoðað og eins það starfsumhverfi sem þeim er búið m.t.t. laga. Spurningalisti sem lagður var fyrir eigendur gæludýraverslana leiddi í ljós að alls eru 1,275 tegundir sjávardýra í boði fyrir áhugafólk um skrautfiska og vatnadýr á Íslandi. Meðal þeirra eru 134 sem tilkynntar hafa sem framandi tegundir í öðrum löndum og átta þeirra sem flokkast sem ágengar.
Þó að veðurfarslega sé töluverður munur á hita milli uppruna- og viðtakaumhverfis þessara tegunda, þá útilokar það ekki möguleika sumra þeirra til að fjölga sér við strendur Íslands. Að auki eru 73 tegundir taldar í yfirvofandi hættu (NT), í nokkurri hættu (VU) eða í hættu (EN) á válista Alþjóða náttúruverndarsamtakanna (IUCN). Þrátt fyrir að á Íslandi sé  löggjöf um innflutning á gæludýrum, þar á meðal skrautfiskum og vatnadýrum, er engum upplýsingum safnað af tollayfirvöldum um tegundir sem verslað er með (tegund/fjöldi). Núverandi staða hvetur til úrbóta á löggjöf og reglugerðum um búrfiskaiðnaðinn hér á landi. Stjórnunaráætlanir eru aðkallandi og ættu að fela í sér kerfisbundna upplýsingasöfnun og fræðsluherferðir sem miða að því að draga úr hugsanlegri losun allra óæskilegra lífvera út í umhverfið.

Tekið skal fram að ekki er við gæludýraverslanir að sakast, vandamálið er óskýrt lagaumhverfi á Íslandi og skortur á eftirliti stjórnvalda með innflutningi.

Greinina má nálgast með því að smella á myndina.

Picture
0 Comments

Líffræðiráðstefnan 2023

10/15/2023

0 Comments

 
Líffræðiráðstefnan var haldin dagana 12. – 14. október 2023 í Öskju og Íslenskri Erfðagreiningu. Líffræðiráðstefnan er stærsti viðburður sinnar tegundar hérlendis og var þetta í 11. sinn sem hún var haldin. Á ráðstefnunni kemur jafnan meginþorri vísindamanna á sviði líffræðinnar og fulltrúar nær allra stofnana og fyrirtækja sem tengjast lífvísindaheiminum á Íslandi. Ráðstefnan var sem endranær opin almennu áhugafólki um líffræði.

Náttúrustofan lét ekki sitt eftir liggja og var með fimm framlög að þessu sinni, tvö erindi og þrjú veggspjöld:
Erindi:
  • Non-indigenous species and the marine aquarium trade in Iceland  [Joana Micael flutti]
  • A new mollusc in town: Ensis terranovensis invades Iceland  [Sindri Gíslason flutti]
Veggspjöld:
  • Ný tegund í Atlantshafi  - svartserkur Melanochlamys diomedea (Berg , 1984)
  • Vöktun bjargfuglastofna á Íslandi 2009 til 2022
  • Eru íslenskar hafnir mengaðar?

Starfsfólk stofunnar studdi einnig við undirbúning ráðstefnunnar, Joana Micael var í vísindanefnd Líffræðiráðstefnunnar og Sindri Gíslason í Heiðursviðurkenningarnefnd.
0 Comments

    Náttúrustofa Suðvesturlands

    Fréttir af daglegri starfsemi stofunnar

    Archives

    April 2025
    March 2025
    January 2025
    December 2024
    November 2024
    October 2024
    September 2024
    July 2024
    June 2024
    May 2024
    April 2024
    January 2024
    December 2023
    November 2023
    October 2023
    September 2023
    August 2023
    July 2023
    June 2023
    May 2023
    March 2023
    February 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    August 2022
    July 2022
    May 2022
    March 2022
    January 2022
    December 2021
    October 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    August 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    January 2020
    December 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    May 2019
    March 2019
    December 2018
    November 2018
    July 2018
    May 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    November 2017
    July 2017

    Categories

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Um stofuna
    • Starfsfólk
    • Stjórn
  • Fréttir
  • Verkefni
    • Framandi sjávarlífverur við Ísland
    • MNIS
    • Grjótkrabbi við Ísland
    • Sindraskel við Ísland
    • Svartserkur við Ísland
    • SEATRACK
    • Vöktun bjargfugla á Reykjanesskaga
    • Rjúpnavoktun
    • Fiðrildavöktun
    • Vöktun á saurkólígerlamengun á Suðurnesjum
    • Kortlagning fjara á Reykjanesskaga
    • Árstíðabreytingar á ífánu algengra vistgerða í fjöru
    • Fuglaflensa og heilbrigði fugla á Íslandi
    • Búsvæða- og fæðuval fjörufugla
    • Flokkunarfræðileg staða undirtegunda meðal íslenskra fugla
    • Vistfræði máfa
    • Súlur
    • Hnyðlingar á Reykjanesskaga
    • Farhætti íslenskra kjóa
    • Rannsóknir á varpi æðarfugls
    • Kyngreining og kynjahlutföll sendlinga
    • Fuglastígur á Reykjanesskaga
    • Eldfjallagarður á Reykjanesskaga
    • Þjóðgarðar í sjó
  • Útgáfa
    • Ritrýndar vísindagreinar
    • Ársskýrslur
    • Skýrslur og fleira
    • Veggspjöld
    • Fyrirlestrar
    • Náttúrustofan í fjölmiðlum
    • Nemendaverkefni
  • Tenglar
  • English