Í gær var farið í fyrri ferð hinnar árlegu bjargfuglavöktunar á Suðurnesjum. Krýsuvíkurberg er í dag eina fuglabjargið sem vaktað er á suðvesturhorninu og er jafnframt það langstærsta, en áður var einnig talið í Valahnúk, Hafnabergi og Hólmsbergi, Vöktunin gengur þannig fyrir sig að teknar eru myndir á föstum sniðum og út frá myndunum er skráður fjöldi rituhreiðra, fýlssetra og svartfugla. Einnig er talinn fjöldi svartfugla á sjó á staðnum til að finna út hlutfall tegunda sem sjást á myndunum. Farið er aftur seinna á varptíma til að áætla varpárangur hjá ritu og er hann áætlaður á staðnum. Bjargfuglavöktunin fer fram víðsvegar um land í samstarfi við aðrar náttúrustofur og hefur Náttúrustofa Norðausturlands nú yfirumsjón með verkefninu.
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
October 2024
Categories |