Grein okkar Recent spread of non-indigenous ascidians (Chordata: Tunicata) through Icelandic harbours birtist í vísindaritinu Marine Biology Research í dag.
Í greinni er greint frá útbreiðslu sjö framandi tegunda möttuldýra í höfnum við Ísland, sem og fyrsta fundi og landnámi Ascidiella scabra við Ísland. Stærstur hluti þessara möttuldýrategunda sem hér um ræðir er orðinn útbreiddur um heiminn og finnast ekki aðeins um allt Atlantshafið, heldur einnig í Norðvestur-Kyrrahafi og tempruðu Ástralíu. Þetta er ógnvænleg þróun og sýnir að aukin einsleitni strandsvæða er að koma fram á heimsvísu. Líklegt er að hækkun yfirborðshitastigs sjávar, sem knúin er af loftslagsbreytingum, muni líklega halda áfram að styðja við þróun þessarar atburðarásar sem leiðir til taps á líffræðilegum fjölbreytileika og getur stofnað lifandi auðlindum okkar í hættu með alvarlegum efnahagslegum áhrifum. Nálgast má greinina með því að smella á myndina hér að neðan:
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
July 2024
Categories |