Stjórn samráðsvettvangs um þekkingarsköpun vegna áhrifa loftslagsbreytinga bauð til samtals fimmtudaginn 16. mars á Icelandair Hotel Natura.
Hlutverk vettvangsins er: • Að hvetja til samræðu um áherslur og samstarf í greiningum og rannsóknastarfi vegna áhrifa loftslagsbreytinga. • Að tryggja yfirsýn yfir þekkingarsköpun um áhrif loftslagsbreytinga á náttúru, samfélag, lífríki og haf umhverfis Ísland með tilliti til mismunandi forma og tegunda þekkingar frá hugvísindum og listum til raunvísinda og frá sögnum og fagþekkingu til útgefinna fræði- og vísindagreina. Dagskráin var fjölbreytt og meðal fyrirlesara var Sindri forstöðumaður Náttúrustofunnar og fjallaði hann um framandi tegundir í sjó hér við land. Upptöku af málþinginu má nálgast með því að smella á myndina hér að neðan.
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
October 2024
Categories |