Í nýrri yfirlitsgrein okkar í vísindaritinu Polar Biology er fjallað um fjölbreytileika mosadýra (Bryozoa) við Ísland. Um er að ræða alþjóðlegt samstarfsverkefni sem Náttúrustofan leiddi.
Ávöxtur þessa verkefnis er uppfærður heildarlisti yfir mosadýrategundir við Ísland. Alls eru nú skráðar 288 tegundir mosadýra við Ísland, þar af 67 nýjar skráningar við Ísland og þrjár tegundir sem mögulega eru framandi tegundir. Slíkur fjölbreytileiki er tiltölulega hár í samanburði við önnur hafsvæði, samt má búast við við því að hann sé í raun enn hærri - en frekari rannsóknir þarf til að leiða það í ljós. Mestur fjöldi tegunda (71) var skráður grynnst (0–100m), en það er líklegast vegna flókinna þátta þar á meðal mikillar frumframleiðni þess svæðis. Sem fyrr segir leiðir rannsóknin í ljós skráningu fjölda nýrra tegunda við Ísland, sem sýnir hversu lítið er vitað um fjölbreytileika mosdýra og vistfræðilega þætti þeirra á jafn mikilvægu svæðum og Íslandsmið eru. Þetta er upphafspunktur fyrir frekari ítarlegar rannsóknir á þessum sérstaka hópi lífvera. Smella má á myndina til að nálgast greinina:
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
July 2024
Categories |