Í dag þann 22. maí er alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni.
Líffræðileg fjölbreytni er undirstaða tilveru okkar og framtíðar. Verndun hennar er eitt mikilvægasta verkefni sem mannkynið stendur frammi fyrir því líffræðileg fjölbreytni er grundvöllur lífsgæða okkar. Ótal auðlindir og náttúrulegir ferlar sem okkur eru lífsnauðsynlegir byggjast á að hún sé til staðar. Því miður er staða líffræðilegrar fjölbreytni á jörðinni í dag alvarleg. Ástæðan er að henni hefur hnignað hratt á sl. öld fyrir tilstuðlan athafna mannsins s.s. með eyðingu náttúrulegra búsvæða, útbreiðslu framandi ágengra tegunda, mengun og ofnýtingu náttúrunnar. Áskoranir mannskyns í dag snúa því að því að vernda líffræðilega fjölbreytni. Af þeirri ástæðu tileinkaði alsherjarþing Sameinuðu þjóðana árið 2000, 22. maí dag líffræðilegrar fjölbreytni. Dagurinn er haldinn hátíðlegur um heim allan til að auka fræslu og vitund almennings um líffræðilega fjölbreytni. Til hamingju með daginn og stöndum vörð um líffræðilega fjölbreytni!
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
November 2024
Categories |