Ársfundur ráðgjafanefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins um flutning og landnám framandi tegunda (ICES WGITMO) var haldinn í byrjun marsmánaðar á Hafrannsóknastofnun Póllands í borginni Gdynia. Fundurinn gekk vel þrátt fyrir miklar varúðarráðstafanir sökum Covid-19. Til allrar hamingju voru fundargestir heilir heilsu og snéru jafn heilsuhraustir til síns heima. Sérfræðinganefnd ITMO fór yfir stöðu mála í heiminum og þau samstarfsverkefni sem unnin eru hópsins. Áhersla var lögð á mikilvægi hertrar löggjafar og fræðslu í baráttunni við útbreiðslu framandi tegunda. Sindri kynnti stöðu mála á Íslandi og þau rannsóknverkefni sem unnið er að á Íslandi. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist er ljóst að mikið verk er enn fyrir höndum á heimsvísu. Flutningur framandi tegunda er eitt af stærstu umhverfisvandamálum heimsins í dag og skeytingaleysi gagnvart vandamálinu er enn of almennt. Íslendingar voru fyrirferðamiklir þessa vikuna á Hafrannsóknastofnuninni því auk Sindra Gíslasonar forstöðumanns Náttúrustofu Suðvesturlands kom sendinefnd skipuð forseta Íslands, menntamálaráðherra og rektor Háskóla Íslands í heimsókn á sama tíma í sinni opinberu heimsókn við undirritun samstarfsamnings milli Háskóla Íslands og Háskólans í Gdansk.
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
October 2024
Categories |