Ársfundur vinnuhóps Alþjóðahafrannsóknaráðsins um flutning og landnám framandi tegunda (ICES WGITMO) var haldinn 1.–3. mars síðastliðinn. Sem fyrr var einn fundardagur sameininlegur með vinnuhópi um kjölfestuvatn og aðrar flutningsleiðir framandi tegunda (ICES WGBOVS). Sökum heimsfaraldursins var fundurinn haldinn í fjarfundi, í fyrsta skipti frá stofnun árið 1970. Þáttaka var með besta móti og gekk fundurinn vel fyrir sig.
Sérfræðinganefnd ITMO fór yfir stöðu mála í heiminum og þau samstarfsverkefni sem unnin eru innan hópsins. Áhersla var lögð á mikilvægi hertrar löggjafar og fræðslu í baráttunni við útbreiðslu framandi tegunda. Sindri kynnti stöðu mála á Íslandi og þau rannsóknverkefni sem unnið er að hér á landi. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist er ljóst að mikið verk er enn fyrir höndum á heimsvísu. Flutningur framandi tegunda er eitt af stærstu umhverfisvandamálum heimsins í dag og skeytingaleysi gagnvart vandamálinu er enn of almennt.
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
November 2024
Categories |