Ljósop í samvinnu við KAMfilm hafa framleitt 6 stutta þætti, hver um 10 mínútur að lengd sem fjalla um áhrif loftlagsbreytinga á sex mismunandi hluta af náttúru Íslands (gróðurfar, fuglar, spendýr, smádýr, vatnalíf og framandi ágengar tegundir). Eru þeir ætlaðir til kennslu og almennrar fræðslu. Þættirnir eru unnir með styrk frá Loftlagssjóði og með aðstoð og í samvinnu við Náttúrufræðistofnun. Hér að neðan má sjá þáttinn um framandi ágengar tegundir, en meðal þeirra sérfræðinga sem rætt er við þar eru þau Sindri Gíslason og Joana Micael starfsfólk Náttúrustofunnar.
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
October 2024
Categories |