Stórvinir okkar þeir Erling Ólafsson og Matthías Alfreðsson skordýrafræðingar á Náttúrufræðistofnun litu við í vikunni. Alltaf tilhlökkun að fá þá félaga í hús í árlegu heimsókn þeirra að greina fiðrildaafla ársins hjá okkur úr Norðurkoti. Aflinn í ár var heldur rýrari hjá okkur en oft áður og fór tímabilið seint af stað eins og víða annars staðar á landinu. Í ár bættist við ein tegund fiðrilda fyrir vöktunarstöðina okkar í Norðurkoti og er heildarfjöldi fiðrildategunda þar nú kominn í 41 tegund, auk fjögurra tegunda vorflugna. Nýjast viðbót fiðrilda við listann er hringygla (Mniotype adusta), en hún hefur fundist víða um landið og er algengust fyrri part sumars. Nánari upplýsingar um hringyglu og önnur fiðrildi á Íslandi má finna á Skodýravef Náttúrufræðistofnunar Íslands.
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
November 2024
Categories |