Þriðjudaginn 10. júlí stendur Útivist í Geopark í samstarfi við Náttúrustofu Suðvesturlands fyrir fjöruferð á Reykjanesi. Gengið verður frá bílastæðum við Kirkjubólsvöll (golfvellinum í Sandgerði) klukkan 20:00. Frá golfvellinum liggur leiðin í fjöruna og út að Garðskagavita. Starfsfólk Náttúrustofu Suðvesturlands, þau Sindri Gíslason og Sunna Björk Ragnarsdóttir líffræðingar, leiða ferðina og fræða göngufólk um fjörulíf og fugla á svæðinu. Tilvalið er að taka með sér sjónauka fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða fugla. Sindri og Sunna mæta með fjarsjá til þess að skoða nánar áhugaverða fugla eða hvali sem gætu látið sjá sig í leiðangrinum. Enginn þátttökukostnaður er í ferðina og þátttakendur á eigin ábyrgð. Gangan tekur um 1-1,5 tíma en farið verður rólega yfir og hvetjum við fjölskyldufólk til þess að koma með krakkana með í þennan spennandi könnunarleiðangur. Boðið verður upp á rútuferðir frá Garðskaga aftur að bílastæðum við Kirkjubólsvöll að leiðangri loknum. Barnvænn viðburður.
1 Comment
|
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
July 2024
Categories |