Sumarið er gengið í garð og sá tími árs þegar farfuglarnir flykkjast til landsins. Reykjanesið er upplagt til fuglaskoðunar og þar er aðgengi að flestum skoðunarstöðum gott. Til fuglaskoðunar þarf lítið annað en góð föt, nesti og góðan kíki. Sjónauki á fæti og myndavél með góðri aðdráttarlinsu gera leikinn auðveldari. Við viljum benda fjölskyldum og öllum almennum náttúruunnendum að njóta útiverunnar í sumar og skoða fugla. Til að einfalda leikinn er hér meðfylgjandi eru kort (á íslensku og ensku) sem sýna helstu fuglaskoðunarstaði á Reykjanesskaga, hvar sjaldgæfari tegundir er að finna og upplýsingar um aðgengi að skoðunarstöðum. Jafnframt fylgir skýrslan Fuglastígur á Reykjanesskaga sem fjallar um fuglalíf og fuglaskoðunarstaði. Nóg er að smella á myndirnar hér að neðan til að nálgast skrárnar. Við biðjum fólk um að virða náttúruna og gæta að eftirfarandi umgengnisreglum:
• Gættu þess að trufla fuglana sem minnst. • Ekki snerta egg eða fjarlægja þau úr hreiðrum. • Ekki snerta eða taka upp unga. • Ekki brjóta jarðmyndanir eða raska þeim á annan hátt. • Hlífðu gróðri sem allra mest. • Ekki henda neinu sem þú berð með þér, losaðu þig við sorp í sorpílát. • Engin salerni eru á gönguleiðunum á Reykjanesi. Nýttu þau sem eru nálægt upphafsstað göngunnar en ef þú kemst ekki hjá því að sinna kallinu skal það gert af tillitssemi við aðra gesti. • Hvergi er drykkjarvatn að finna. Sýndu fyrirhyggju. • Ekki ferðast einn á fjöllum. Láttu vita af ferðum þínum áður, en lagt er af stað. • Hafðu með þér hlífðarfatnað. Góðir gönguskór eru mikilvægir í fjallgöngu.
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
March 2025
Categories |