Við fengum heldur betur góða heimsókn í vikunni þegar félagarnir Jón S. Ólafsson vatnalíffræðingur á Hafrannsóknastofnun og Dave Morritt sjávarlíffræðingur og prófessor við Royal Holloway - University of London litu við hjá okkur.
Dave dvaldi um tíma hér á Garðvegi 1 í Sandgerði árið 1999. Hann stundaði þá rannsóknir á hinni framandi tegund fitjafló með Agnari Ingólfssyni prófessor í vistfræði við Háskóla Íslands. Dave hefur í gegnum sinn starfsferil til að mynda mikið unnið með framandi tegundir og var því einkar áhugasamur um að kynna sér starfsemina hjá okkur. Við þökkum þeim Jóni og Dave fyrir heimsóknina og er aldrei að vita nema heimsóknin leiði af sér samstarf í framtíðinni.
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
October 2024
Categories |