Í dag heimsótti Náttúrustofuna góður hópur frá Eistlandi. Um er að ræða hóp 17 fulltrúa þarlendra umhverfisyfirvalda sem dvelur nú hér á landi til að kynna sér málefni framandi og ágengra tegunda og hvernig tekið er á þeim málum hér á landi. Þau Sindri og Joana kynntu fyrir hópnum vöktun Náttúrustofunnar á framandi tegundum í sjó við Ísland. Fékk hópurinn að sjá hvernig staðið er að vöktun framandi tegunda í höfnum með því að slást með okkar fólki í Sandgerðishöfn. Þar var verkefnið kynnt formlega, aðferðafræðinni lýst og að lokum sýnt hvernig vettvangsvinna okkar fer fram. Að lokinni vettvangsvinnunni fékk hópurinn leiðsögn um starfsemi okkar og samstarfsstofnanna á Garðvegi 1. Með hópnum í för voru þau René Biasone og Ásta Kristín Davíðsdóttir frá Umhverfisstofnun, Theresa Henke frá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum, og Snorri Sigurðsson, sviðsstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
December 2024
Categories |