Langreyður fannst upprekin í fjöru við bæinn Nesjar á Hvalsnesi þann 7.janúar síðastliðinn. Slíkur fundur er óalgengur en langreyður tilheyrir undirættbálki skíðishvala og er næststærst allra hvala og því næststærsta núlifandi dýrategundin (aðeins steypireyður er stærri). Langreyðin sem hér fannst var ungt fullorðið kvendýr, 17,25 m löng, en fullvaxin langreyður verður allt að 18 til 22 m á lengd og vegur 40 til 70 tonn. Þetta dýr var nýdautt þegar þess var fyrst vitjað á sunnudaginn og er enn óljóst hvað varð því að aldurtila. Dýrið var mjög magurt og illa haldið. Sverrir Daníel Halldórsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun kom í gær mældi langreyðina eftir kúnstarinnar reglum, mat líkamsástand og tók sýni til þungmálma- og erfðarannsókna.
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
October 2024
Categories |