Ársfundur ráðgjafanefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins um flutning og landnám framandi tegunda (ICES WGITMO) var haldinn í síðustu viku í rannsóknastöð CEFAS í strandbænum Weymouth á Suður Englandi. WGITMO fjallar um margvíslegar málefni og tengdar rannsóknir sem koma að landnámi framandi tegunda s.s. greiningu á frumstigum landnáms og viðvaranir við hugsanlegri útbreiðslu, útbreiðslu- og stofnstærðarbreytingar, vistfræðileg áhrif og áhættumat. Í ársskýrslum ráðgjafanefndarinnar er haldið utan um ný landnám inna ICES og auk þess sem veitt er ráðgjöf eftir beiðni. Sérfræðingahópurinn ITMO var stofnaður árið 1970. Í hópnum sitja margir af reyndustu sérfræðingum heims á sviði framandi tegunda og eru góð tengsl við vísindamenn frá öðrum rannsóknastofnunum um heim allan, svo sem við Vísindanefnd Miðjarðarhafs (CIESM) og Sjávarrannsóknastofnun Norður-Kyrrahafs (PICES). Sindri er fyrsti fulltrúi Íslands í sérfræðingahóp ITMO. Löngu tímabært var að Ísland eignaðist fulltrúa innan ITMO því um er að ræða eitt af stærstu umhverfisvandamálum heimsins í dag. Sindri hélt tvö erindi þar sem hann kynnti bæði stöðu mála á Íslandi og þau rannsóknverkefni sem unnið er að á Náttúrustofunni.
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
October 2024
Categories |