Í nýrri yfirlitsgrein í vísindaritinu Journal of Environmental Management er fjallað um niðurstöður samantektar á birtum heimildum um tjón af völdum framandi tegunda á Norðurlöndum. Um er að ræða Norrænt samstarfsverkefni sem Náttúrustofa Suðvesturlands ásamt Náttúrustofu Vesturlands tóku þátt í fyrir hönd Íslands.
Ágrip greinarinnar í lauslegri þýðingu: "Heildarumfang efnahagslegra áhrifa og sérstaklega á fjárhagslegu tjóni sem hlýst af framandi ágengum tegundum skortir fyrir Norðurlönd. Þessi grein tekur saman niðurstöður heimilda um kostnað vegna framandi tegunda á Norðurlöndunum ásamt mati sérfræðinga. Hinn alþjóðlegi InvaCost gagnagrunnurinn var notaður við greiningu kostnaðar, en gagnagrunnurinn er alþjóðleg opin hýsing fjárhagslegs kostnaðar vegna framandi tegunda. Grunnurinn gerir kleift að nota tímabundnar, staðbundnar og flokkunarfræðilegar lýsingar sem auðvelda betri skilning á því hvernig kostnaði er dreift. Heildarkostnaður vegna framandi tegunda á Norðurlöndunum var áætlaður 8,35 milljarðar Bandaríkjadala (á gengi ársins 2017), en þar vegur kostnaður vegna tjóns umtalsvert þyngra en stjórnunarlegur kostnaður. Noregur varð fyrir mestum tjóni (3,23 milljarðar dala), næst á eftir komu Danmörk (2,20 milljarðar), Svíþjóð (1,45 milljarðar), Finnland (1,11 milljarðar) og Ísland (25,45 milljónir). Kostnaður vegna landnáms framandi tegunda á Norðurlöndum virðist að mestu vera vanmetinn. Í lok greinar er varpað ljósi á slíkar þekkingareyður, þar á meðal í stefnum og reglugerðum og þörfina á að auka skilning á kostnaði við framandi tegundir og eflingu rannsókna í þessum málaflokki til framtíðar." Greinin er opin öllum í takmarkaðan tíma og má nálgast hana með því að smella á myndina hér að neðan:
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
November 2024
Categories |